Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 52
48
'<sbr. t. d. Lhbr. 19. sept. 1884). Þörfin á, að koma
kirkjujörðunum í sjálfsábúð, er því svo brýn, og rekur
■enda meira eftir um sölu þeirra en sölu hinna svo-
mefndu þjóðjarða.
Frá voru sjónarmiði er það því eðlilegast og heppi-
legast, að heimildin og aðferðin við söluna sé ein og
hin sama, bæði fyrir landssjóðsjarðir og kirkjujarðir.
En auðvitað geta t.illögur vorar um þjóðjarðasöluna
gengið fram, þótt sala kirkjujarðanna sé að sinni tekin
undan, vegna ónógs undirbúnings.
Áður en vér snúum oss að hinum einstöku grein-
um frumvarpsins, viljum vér minnast þeirrar leiðar,
sem bent hefir verið á við ráðstöfun þjóðjarða, og er
það erfðafestan. Vér höfum töluvert hugsað og rætt
það fyrirkomulag, og höfum eigi getað sannfærst um,
að sú leið væri heppileg. Erfðafesta um aldur og æfi,
með rétti til að selja og veðsetja o. s. frv., er ekki
annað en sala, eða jafnt afsal umráðaréttar og þótt selt
væri á venjulegan hátt. Slík afhending væri að mörgu
leyti óhagvænleg fyrir landssjóðinn. En fylgdu jörðun-
um, sem á erfðafestu ganga, einhver eftirlitsskilyrði af
hállu hins opinbera, munda þau bæði reynast kostnaðar-
sóm og jafnframt óþægileg fyrir ábúandann.
Eins gæti verið að ræða um arfgengan ábúðarrétt,
eftir settum reglum, en eigi hefir nefndin treyst sér að
taka það nýmæli upp; enda er oss eigi kunnugt um,
að óskað hafi verið eftir því fyrii'komulagi; en þar á
móti er það, eftir þeim gögnum sem nefndin helir haft
með höndum, ákveðinn og almennur viiji þjóðarinnar,
ag löggjafarvaldið efli sjálfsábúð í iandinu.
Um 1. gr.
Ástæður fyrir þeirri grein eru færðar hér að
framan.
Um 3. og 4. gr.
Það er sjálfgefið, að undanskfija jarðir til almenn-