Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 53
49
ingsstofnana, og hafa fulla gát á að eigi reki sig þar á
bráðlega. Eins er það, að þótt námar kunni að felast
í jörðu, mönnum óafvitamli nú, þá verður engin jörð
seld dýrar fyrir það, og er því rétt, að landssjóður eigi
náma, ef upp koma. Þar að auki liggur það utan við
tilgang þjóðjarðasölunnar að láta af hendi náma.
Um 5, —10. gr.
Þær miða að því, að takmarka söluna á þá leið,
að hinar opinberu eignir komist á réttar hendur, sam-
kvæmt því sem að framan er sagt. Fyrst er það, að
enginn einstaklingur hefir kauprétt á jörð, nema hann
sé búandi á henni. í öðru lagi eiga ítök að komast í
hendur þeirra, sem bezta hafa aðstöðu og mesta hvöt
til að nota þau sem bezt, og að sýslufélög og sveitar-
fólög hafi forgangsréfitinn a? þeim jörðum, sem nauð-
synlegar geta orðið í náinni framtíð til annara nota en
venjulegrar ábúðár, svo að eigi geti til þess komið, að
umráð einstaks manns nái þar að hindra alment gagn.
Þegar um lóðir í kauptúnum eða þorpum er að ræða,
er það öllum' ljóst,. hve mikla þýðingu þetta hefir; eig-
um vér þar ekki einungis við húsalóðir, heldur og fisk-
verkunarreiti, sáðgarða, túnbletti o. s. frv. Hafi sveitar-
félag ráð á siíkri lóð, má frekar vænta þess af því en
af eínstaklingi, að það setji reglur um útmælingar lóða
og byggingar húsa, svo að í lagi sé og hagkvæmt til
frambúðar. Líkt má segja um þá staði, sem sérstak-
lega eru hæfir fyrir iðnaðarstofnanir, þar sem margtfólk
drægist að. Hitt mun þykja meira nýmæli, að áskilja
sýslufélagi eða sveitarfólagi forgangsrétt að þeim jörðum,
sem eru sérstaklega vel hæfar til sundurskiftingar milli
grasbýla, og hefir nefndin þar einkum fyrir augum sveit-
arfélögin. En það gerir nefndin í þeirri trú, að hlutað-
eigandi sveitarfólag sé bezti miðill til þess að hlynna
að fátækum mönnum, sem jöfnum höndum vildu fleyta
sér og sínum á handafla og jarðyrkju. Slíkir grasbýlis-
4