Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 54
50
memi gætu svo orðið eigendur grasbýianna, ef vel væri
í haginn búið fyrir þá, og væru þeir þá orðnir sam-
grónir sveitinni, öldungis eins og bændurnir á jörðunum,
og vinnukraftur þeirra á mjög eðlilegan hátt bnndinn
sveitarfélaginu. Þessi hugsun byggist auðvitað á því,
að ýms svæði hér á landi verði tekin til gagngerðrar
ræktunar, og ræktunin komist á alveg nýjan rekspöl.
Forkaupsréttur sveitarfélaga og sýslufélaga á oyði-
jörðum byggist á því einkanlega, að slíkar jarðir eru
oft hæfastar til afréttarnota.
Fovkaupsréttur sýslu- og sveir.aríélaga á jörðum
getur komið í bága við konungsbréf 22. desember 1797,
sem leiðir í lög her á landi tilskipun frá 18. júní 1723
um forkaupsrétt leiguliða þeirra, er sitja i lífsábuð.
Rekist þetta nú á, sem hugsanlegt er í einstaka tilfelli,
verður afleiðingin bara sú, að jörðin verður eigi seld í
tíð ábúandans, og er þá bersýnilega þýðingarlaust fyrir
hann að halda þeim rétti sinum fram, og einungis
meinbægni, þvi eigi er skylt að selja. En að sjálfsögðu
helzt ábúðarrétturinn óskertur eftir byggingarbréfl, þó
jörð gangi í eigu sýslu- eða sveitarfólaga.
Um 11. gr.
Hér er reynt að varna því eftir megni, að opin-
berar eignir, sem seldar eru samkvæmt lögum þessum,
verði til lengdar í annara höndum en þeirra, er kaup-
rétt hafa eftir lögunum.
Annars treystum vér því, að aukin og bætt rækt-
un landsins verði eigi síður vörn gegn því, að jarðir
gangi úr sjálfsábúð framvegis, og höfum vór vikið að
því í innganginum.
Um 12. og 13. gr.
Nefndin hefir í inngangi þessara athugasemda lient
á mundangshóf það, er hún hugsar sér með verðið á
hinum soldu eignum. Þess vegna ætlast hún ekki til,
að jarðarafgjaldið só algjör mælikvarði verðsins, enda