Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 55
51
viðgengst jafnan alimikið ósamræmi í afgjöldum jarða,
jafnvel í sömu sveit, og það af ýmsum ástæðum.
Jarðabótakvaðir eru áuðvitað hluti af jarðarafgjaldi,
og hugsum vér oss, að þá er verð er ákveðið á jörð,
sé kvöðin lögð í dagsverk, og metin ein króna fyrir
hvert dagsverk.
Öll sanngirni mælir með því, að ábúandi kaupi
eigi ábýli sitt þeim mun dýrara, sem hann hefir aukið
það í verði með eigin efnum, nema hann hafi notið
þeirra umbóta svo, að hann hafi borið sinn hlut frá
borði; en svo má með jafnaði teija, ef maður liefir notið
góðrar jarðabótar í 10 ár.
Um 14.— 18. gr.
í þessum greinum er kveðið á um það hverja ieið
skuli fara, til þess að ná kaupum á opinberum eignum,
og til þess að meta þær til verðs samkvæmt 12. gr.
Er hér í höfuðatriðum ákveðin sama aðferðin, og að
undanförnu hefir verið, þegar þjóðjarðir hafa fengist
keyptar. Alþingi hefir þá ákveðið verðið með hliðsjón
af töiuvert mismunandi matsgerðum, sem komið hafa
frá umboðsmanni og sýslunefnd. Sömu aðferð hlýtur
stjórnin að hafa nú eftir frumvarpi voru, og getur þá
svo farið við og við, að stjórnarráðinu þyki eigi skýrsl-
ur og skilríki fullnægjándi, og kveðji til sórstaka skoð-
unannenn. En til þess að kostnaður við slíkt verði
lögheimill, hefir nefndin sett ákvæði um það í 18. gr.
Urn 19. gr.
Borgunarskilmálar eru hór settir samhljóða frum-
vörpurn þeim um almenna þjöðjarðasölu, er áður hafa
ílutt verið á aiþingi. í fyrirspurnum vorum til odd-
vita sveitarstjórnanna um leiguliða, var ein spurningin
sú, hvort það mundi verulega styðja að sjálfsábúð, að
afborgun stæði yfir 41 ár, með 5% árgjaldi, og eru
þeir mjög fáir, sem taka það framyfir 6% greiðsluna í
28 ár. Þar á móti munu ábúendur telja það mikla
4*