Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 59
55
þá hættu, og stybur einnig að þvi að sjálfsábúð aukist
á þeim jörðum, sem nú eru í leiguábúð og eign ein-
stakra manna. En ef ábúandi eða sá, er flytur á jörð,
afsalar forkaupsrétti sínum, þá mun hvert sveitarfélag,
þar sem jörðin liggur, og framkvæmd og manndáð heflr,
festa kaup á jörðinni, ef það virðist nokkuð viðsjált
með sölu á henni.
Nefndinni dylst oigi að farsælast væri að sem flest-
ar jarðir væru eign innan þess hrepps, er þær liggja,
annaðhvort í sjálfsábúð eða eign sveitarsjóðs. Að sönnu
er hægt að segja að einstaka sveitarfélag mundi tæp-
iega fært að annast jarðeignir sveitarsjóðs, svo vel væri,
en eigi þarf að óttast slíkt aiment eða til langframa;
enda hafa oft átt sér stað ýms vandkvæði með umboðs-
mensku á þjóðjörðum og umráð yfir kirkjujörðum og
leigujörðum einstakra manna. En óhætt er að fullyrða,
að yflrleitt yrði umboðsmenska sveitafélaga á jarðeign-
um sveitarsjóðs hin ódýrasta og farsælasta umboðs-
menska; enda okkert eðlilegra, þar sem það er sameig-
inlogur hagur allra umráðenda, að hin sameiginlega jarð-
eign sé sem haganlegast setin, og þar sem leiguliðarnir
hafa sjálfir jafnt öðrum umráðarétt, tillögurétt og at-
kvæðisrétt.
Þá er auðsætt að afréttarlönd, itök og önnur gögn
og gæði, er fráskilin eru jörðum, svara bezt nytjum, ef
eignarumráð kæmust í hendur þeim, er bezt liggja við
að nota þau. Að öðru leyti má hið sama segja sem
um forkaupsrétt á jörðum.
Þá dylst nefndinní eigi, hve ómetanlega þýðingu
það heflr, að sveitarsjóðir hafi fasta og arðbæra eign, er
veiti sjóðnum fastar árlegar tekjur. Öllum hlýtur að
vera ijóst, að gjöld til sveitarsjóða hljóta framvegis að
fara stórum vaxandi, er stafar af auknum kröfum til
mentunar, aukinna og endurbættra vega og margia
annara þæginda o. fl. o. fl.
Sveitarfélögin þurfa þvi að hafa fast stofnfó, er bezt