Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 60
56
væri trygi, með því, að það væri í innanhreppsjarðeign
sveitarsjóðs eða sjálfsábúenda.
Nú' er alltítt að sveitarsjóður er áriega að mestu
uppetinn, eða það sem ein sveitarstjórn sparar, eyðir
önnur, og vanalegt að sveitarsjóðir liafi engar fastatekjur
nema hin árlegu álög á hreppsbúa. Þegar svo er, verð-
ur auðsætt, að þegar verst iætur í ári og hreppsbúar
hafa minst gjaldþol, verður gjaldabyrðin stærst. Ráðist
eigi breyting eða bót á þessu er auðsætt, að með vax-
andi menning og framförum, verður þetta einn hinn
alvarlegasti og almennasti þröskuldur fyrir ölium þjóð-
þrifum, ef einstaklingarnir eru mest lamaðir með þung-
um álögum, er verst gegnir, eða allar frámfarir stanzað-
ar lengri eða skemmri tíma.
í ýmsum löndum er það talið nauðsynlegt, að
tryggja það með lögum að' sveitarsjóðir og aðrar l'ólngs-
stofnanir geti eigi fairgað jarðeignum sínuin nema i
brýnustu nauðsyn og þá raeð samþykki æðri stjórnar-
valda. Þetta atriði liggur nú að vísu utan við verksvið
þessa frumvarps, enda treystir nefndin i því efni ákvæð-
um sveitarstjórnarlaganna jafnframt vaknandi áhuga
sveitarféiaga.
Hagfeld lánskjör til handa ábúendum, til að kaupa
ábýli sín, og sveitarsjóðum að kaupa innanhreppsjarðir,
sem eru í leiguábúð, ’álítur nefndin eitt af hinum mikil-
vægari atriðum landbúnaðinum til efiingar. Og sórstak-
lega vill liún taka það fram, að lánum til sveitarsjóða
sé þannig farið, að afborgun og vextir falli á sem lengst
tímabil, t. d. 41 ár, svo að álög á hreppsbúa til sveitar-
sjóðs fyrir þá sök verði vel bær og deilist á sem flesta,
og að sveitarfólög þurfi eigi að láta sér ægja jarðakaup,
því að stundum ætti svo að geta farið, að sveitarsjóðir
gætu eignast jarðir án teijandi framlags.
Nefndin getur eigi séð, að frumvarp þetta komi í
bága við eignarrétt manna á jörðurn eða samninga-
frelsi, þar sem enginn er neyddur til að selja jarðeign