Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 61
57
sína, né selja hana undir hæsta boði, Yanaiega. getur
og seljandi ráðið mestu um, hvér verður kaupandi, því
að ef sagt er upp ábúð á löglegan hátt, hefir sá for-
kaupsrétt, er tekur jörð til ábúðar í næstu fardögum.
Þing og stjórn hefir haft til meðferðar frumvarp til
laga um að takmarka rétt utanríkismanna til þess að
eignast jarðeignir eða jarðarhlunnindi hér á landi, eða
fá á leigu um óhóflega langan tíma. Munu frumvörp
í þessa átt hafa verið sprottin af hræðslu um, að
skammsýni eða . jafnvel stundarhagsmunir einstakra
manna mundu í þessum efnum geta bakað sjálfum þeim
og landinu ómetanlegan skaða, nema t.ekið væri í
taumana. Lagafyrirmæli í þessa átt hafa þó ekki náð
fram að ganga sökurn vandkvæða, er þeim óneitanlega
fylgja. Forgangsréttur til handa sveitarfélögum til ieigu
á sérstökum jarðarhlunnindum getur í mörgum tilfellum
náð sama takmarki, sem sé, að koma í veg fyrir óhyggi-
lega leigu til útlendinga um injög langan tíma, því að þá
er ekki farið með slikt í kringum beztu menn í sveit.
Sama er að segja um forkaupsrétt á jörðum samkvæmt
frumvarpi þessu.
Þá er að snúa sér að hinum einstöku greinum
frumvarpsins.
Um 1. og 2. gr.
Það er áður rnælt í lögum (sbr. konugsbréf fiá 22
desbr. 1797) að ábúandi, sem hefir lífstíðarábúð, eigi
forkaupsrétt. ILér er þessi réttur færður til allra þeirra,
er ábúðarrétt hafa til árs eða lengur, en að þeim frá-
gengnum til sveitarfélaga; enda er langur ábúðartími
eða lifstíðarábúð á einslakra manna jarðeignum svo
sjaldgæf, að þessi nauðsynlegi og sanngjarni- réttur hefir
að mestu orðið sem dauður bókstafur. Eftir þvi sem
næst verður komist, við athugun á skýrslum hrepp-
stjóranna, ætti það ekki að ná ^/q af leiguliðum á bænda-
eignum, sem eftir byggingarbréfi hafa lífstíðarábúð.