Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 62
58
Um 3. gr.
Óbygð lönd eru einkum gömul selstöðulöud, eyði-
jarðir til fjalla eða heiða, sem oft og tiðum þurfa að
leggjast til afréttarlanda. Er því nauðsynlegt, að sá
hreppur eða hreppar, er geta notað þau til uppreksturs
hafi þar forkaupsrétt.
Um 4. gr.
Nefndin álítur að miklu skifti, að ítök falli að öll-
um jafnaði til jarðar þeirrar, sem þau liggja í. Að
öðrum kosti geta ítök verið þannig notuð, að þau stór-
skaði jörðina, og komi auk þess að minni notum en
þyrfti að vera.
Nefndin hefir jafnvel tekið það alvarlega til íhugun-
ar, hvort eigi væri rétt að setja lög um það, að þeir
sem búa undir itökum ættu kaupkröfu á þeirn með því
verði, er dómkvaddir inenn mætu, er miðað vaj,ri við
árlegar tekjur af ítakinu allmörg hin siðustu ár. Þetta
er þó ofmikið vandamál til þess að neíndin hafi getað
komið með frumvarp í þessa átt, enda þyrfti svo mikil
rannsókn að hafa gengið á undan til þess.
Um 5. gr.
Álitamál er, hve lengi megi halda forkaupsrétti.
Ef tíminn er langur, getur það verið rrjög bagalegt
fyrir seljanda. Á hinn bóginn getur ábúandi oft eigi
svarað fljótlega, ef hann þarf t. d. áður að leita fyrir
sér með lán upp í jarðarverðið. í stórum hreppum
getur það og verið ertitt fyrir sveitaroddvita, þegar hann
hefir fengið tilkynningu uin framboð, að gefa fullnaðar-
svar á styttri tíma en 3 mánuðum. Vanalega mundi
þó afgjört svar fást þegar, eða á mjög stuttum tíma.
Og oft getur sveitarstjórn haft málið til ihugunar á
meðan forkaupsfrestur ábúanda stendur yfir. Eigi býst
nefndin heldur við því, að það verði að jafnaði talin
áhætta fyrir sveitarstjórn, þótt hún íesti kaup á jörð
áður en hún hefir fengið samþykki sýslunefndar til þess.