Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 64
60
2. Þessu hoði mundi nálægt þvi annarhvor sæta.
3. Það hefir stármikla þýðingu að þurfa eigi að borga
nema Yio—x/s andvirðis, þá kaup oru gerð. Á-
stæðum flestra er svo varið. að það veikir tilfinn-
anlega búfetofn þeirra, ef þeir þurfa að borga íeinu
svo miklu nemi. Þar á móti ó’ska fáir eftir mjög
löngum afborgunartíma. Nokkiir benda til þess,
að réttara væri að færa afborgunartímann fremur
niður úr 28 árum en upp í 41 ár. Þar sem mál
þetta virðist hafa verið mest athugað, kemur ein-
dregið sú skoðun i Ijós, að sé bústofn eigi að mun
rýrður við kaupfestuna og lánskjör fáist sanngjörn,
þá kjósi flestir ieiguliðar, sem ráðist í að kaupa
býli sitt, fremur að leggja á sig hærra árlegt gjald,
en að hafa litla von um að lifa það að greiða kaup-
verð jarðarinnar.
Á hinn bóginn eru allir, sem því máli hreifa,
eindregið með þv'í, að kaupi sveitarsjóðir, þá sé
ekkert gi'eitt við kaupfestu, og afborgun með vöxt-
um sé 5% í 41 ár.
4. Því svara allir játandi, þegar um efnalitla er að
ræða, sem viija kaupa ábýli sín.
Nefndin viðurkennir réttmæti þessara svara- og á-
iítur að enga krafta megi spara til þesfe að eigin hags-
munir og tilfinningiii 4yrir. þvi að rækta og bæta jörð-
ina falii saman. Þó séi- nefndin fyrir, að hjá eiristakl-
ingnum kann að bresta getan og trúin á sjálfum sér
og framtíð landsins. En þar ber nefndin það traust til
sveitarstjórna, að þær skilji hlutverk sitt, það hlutverk,
að draga eftir mætti undir sameign sveitarfélagsins alt
það land, er liggur innan hrepps og eigi gotur komist
í sjálfsábúð. Ekkert sveitarfélag mun iðrast þessa, og
í sambandi við það leyfum vér oss að tilíæra eftirfar-
andi orð úr svari oddvitans í Saurbæjarhreppi í Dala-
sýslu. Hann segir svo: