Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 66
3. gr.
Lög þessi öðlust gildi á venjulegan hátt, en koma
fyrst til framkvæmdar við áisbyrjun 1907.
Athugasemdir.
í yfirskrift frumvarpsins er talað bæði um breyting-
ar á og viðauka við Ræktunarsjóðslögin. Breytingin,
sem nefndin fer íranr á, tekur aðallega til meðferðar-
innar á vöxtunum; en urn þá segir svo fyrir í lögunum,
að þeim skuli varið til verðlauna fyrir frábæran dugnað
í jarðabótum, að því leyti sem þeir eru eigi lagðir upp.
Auðvitað gefa lögin í skyn, að eitthvað skuli lagt
upp af vöxtunum, og landbúnaðarnefnd neðri deildar,
sem málið flutti á þinginu 1899, lýsti þeim vilja sínum
yfir, að ávalt væri að minsta kosti nokkur hluti vaxt-
anna lagður við höfuðstólinn, en reyndin verður sú, að
þegar svo margir sækja um verðlaun, yfir hundrað
manns, eins og verið hefir 2 síðari árin, þá verður
fremur lítið óeytt af vöxtunum til að leggjast við stofn-
féð. Arið 1903 voru vextirnir 5600 kr., og árinu eftir
var útbýtt 4300 kr. til 66 verðlaunamanna, af 115 er
sóttu.
í sjálfu sér er það gleðilegt að svo margir geta sótt
um verðlaun með meiri og minni líkindum að hreppa,
en nefndin telur það þó mjög athugavert, hvort þessi
mikla verðlauna-útbýting, svona löguð, komi að tilætl-
uðum notum.
Aðalagnúinn á þessu fyrirkomulagi sem nú helzt,
er að vorum dómi sá, að verðlaunin eiga að veitast
fyrir „frábæran dugnað“ í jarðabótum. Það verður eigi
farið í kringum þessi orð laganna, og ávöxturinn verður
sá, að verðlaunaveitingin fer mest eftir dagsverkafjölda
umsækjenda, og þessi „verðlaun", sem svo eru nefnd,
eru í raun réttri ekkert annað en viðbót við styrkinn
til búnaðarfélaga, sem kraftmeiri mennirnir aðallega