Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 67
63
njóta. Auðvitað er þetta sérstölc hvöt, fram yflr búnað-
arstyrkinn, að ná nógu hárri dagsverkatölu á 5 árum
til verðlaunanna, og oss kemur heldur eigi til hugar að
viija afnema verðlaunaveitingar að þessu leyti, en viljum
draga töluvert úr þeim, svona löguðum, með því að láta
annað og fleira líka koma til greina. í annan stað
viljum vér hinda það lögum, að minsta kosti helmingur
vaxta leggist árlega við stofnféð, af ástæðum sem siðar
verða ijósar.
Að sinni tölum vér að eins um, hvernig breyta
skuli frá því, sem nú er, um ráðstöfun vaxtanna til
jarðabótaverðlauna. Yér teljum betur ráðið, að verð-
láunin fyrir jarðabætur miðist eigi aðallega við stærð og
kostnað hins unna verks, heldur jafnframt og einkanlega
við það, hvort verkið er unnið með hagsýni, og er heppi-
leg nýjuug til eftirbreytni á þeim stað eða í því bygðar-
lagi, og sjóðurinn ætt.i að uppörva til ákveðinna búnað-
arbóta, sem brýnust er þörfln fyrir á hverjum tíma, og
á hverjum staðnum um sig.
Vér hugsum oss, að þessi breyting laganna mundi
reynast svo í framkvæmdinni, að Landsbúnaðarfélagið
beitti, með samþykki landstjórnarinnar, tillögurétti sin-
um um verðiaunaveil.ingar á þann hátt, að það benti á,
hverskonar landbúnaðarbætur það teldi nauðsynlegastar
og verðlaunaverðastar næstu árin, hvort heldur um iand
alt eða í einstökum landshlutum, eftir sérþörfum og stað-
háttum. Með því móti mætti hrinda mörgu af stað,
sem annars kæmi alls eigi til framkvæmda, og erum
vér fullvissir um það, að vinna má ræktun landsins á
þann hátt mikið meira gagn með töluvert minna verð-
launafé, en nú er veitt árlega.
Þá er og að líta á það að verðlaunin, að svo miklu
leyti sem þau eru miðuð við staðháttu og ákveðnar
framkvæmdir, mundu koma jafnar niður á héruðin en
nú á sér stað, og er það kostur, því að verðlaunaupp-
örvanir hrífa bezt næst sór. Frá almenningi hafa og