Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 68
64
komið fram raddir um það, hve miklir hlutar landsins
fara að kalla varhluta af verðlaununum.
En er sú ástæða til þessarar breytirigar, að skýrsl-
an yfir hið unna verk um 5 síðastliðin ár er yfirleitt
ekki eins áreiðanleg og framtalið í skýrslum búnaðar-
félaganna, sem byggist á árlegri skoðun þar til kjörinna
manna. Ekki ósjaldan er að vísu beint vottorð um
•dagsverkafjöldann eftir gjörðabók búnaðarfólags, sem vit-.
anlega er rétt, en hitt hefir verið athugað, að skýrsla
skoðunarmanns um 5 árin nær alls eigi þeirri dagsverka-
tölii, sem gefin er upp með verðlaunabeiðninni, þó að
ekkert það só í henni talið, sem ekki kemur undir bún-
aðarstyrkinn. Sá nefndarmaðurinn, sem þessu er kunn-
ugastur, telur það vont verk að gjöra verðlauna-tillög-
ur, er nema þúsundum króna, eftir skýrslunum sem
fyrir liggja.
Til álita gæti komið í breyttri reglugjörð sjóðsins
það ákvæði, að hliðsjón væri höfð af kringumstæðum
verðlaunabeiðenda, t. d. ef maðiirinn er sárfátækur eða
heilsutæpur, og er þó, eftir sinni getu, til fyrirmyndar
•og eftirbreytni að atorku og hagsýni við jarðyrkju.
Svo eru og til dæmin þess, að konur hafa með eigin
höndum stundað jarðrækt til fyrirmyndar, sórstaklega
þá garðyrkju. Til athugunar kæmi þá og, hvort leigu-
liðar eigi að ganga fyrir að öðru jöfnu. Til þessa hefði
það getað mælt með þvi, að þeir hafa sem næst verið
útilokaðir frá jarðabótalánum sjóðsins, eða ekki borið
sig eftir þeim af skiljanlegum ástæðum. Vér álítum að
leiguliðar á opinberum jarðeignum, þar sem eigi er
hægt að vænta neins endurgjalds af hálfu landsdrottins
eða umráðanda, eigi að standa nær- til verðlauna en
aðrir beiðendur. Öðru máli er að gegna um leiguliða á
Jörðum einstakra manna. Skýrslurnar u'm leiguliðaábúð-
ina á bændaeignum gefa yfir land alt samróma svar um
það, að þeir landsdrottnar eru sárfáir, sem leggja nokk-
.uð af mörkum til jarða og húsabóta. Að veita leigu-