Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 69
65
liðum þeirra manna nokkur forréttindi er eigi til ann-
ars en að halda við þessum mjög svo skaðlega og ranga
hugsunarhætti, að eigandi lands hafi eigi skyldur við það.
Litið eitt er vikið við orðalaginu um lánveitingar
til jarðahóta, þar sem vér setjum „hvers kyns atvinnu-
bætur við jarðyrkju" í stað „annara framkvasmda er að
jarðrækt lúta“. Nefndin vill með því orðalagi rýmka
til um lánveitingarnar, og lætur þessa getið til athug-
unar við væntanlega endurskoðun á skipulagsskrá og
relgugerð sjóðsins. Flutningsmenn Ræktunarsjóðslag-
anna tóku það fram, að fyrir þeim hefði vakað, „að
lánin veittust ekki einungis fyrir verkið sjálft, heldur
einnig til áhalda, einkum stærri áhalda". Breytingartil-
laga vor stefnir að því, að þessi hugsun komist betur í
framkvæmd. Vér teljum t. d. hæpið, að lána mætti
eftir 3. gr. skipulagsskrárinnar fé til sláttuvélakaupa.
En athugavert er það, að slík Ján mega eftir eðli sínu
ekki vera til jafnlangs tíma og liin lánin, og auðvitað
tækju þau a.ð eins til hinna dýrari áhalda, meðan upp-
örvun þarf til þess að kenna almenningi að nota þau.
í sambandi við þessar breytingar, sem vér teljum
til bóta á meðferð Rælctunarsjóðsins, viljum vér benda
á það, að óþarfi er að hafa vexti af lánunum 3°/0, þeir
ættu að vera 4 af hundraði. Ákvæði reglugerðarinnar
um 3°/0 vexti eru beint tekin eftir lánsheimildinni til
jarðabóta á fjárlögunum 1897 og 1899. Þessi eftirgjöf
á vöxtum er eigi nein veruleg hagsmunabót fyrir lán-
takendur, enda eru flest lánin smá. Aðalhlunnindin eru
þau, að geta fengið lánin með öðrum veðrétti, til viðbótar
þvi sem venjulega er lánað út á fasteignir, og að lánin
eru til svo langs tima og afþorgunarlaus fyrstu árin.
Aftur dregur sjóðinn í heild sinni mikið um það, er
fram líða stundir, að vextirnir séu 4°/0, en á það leggj-
um vér einmitt svo mikla áherzlu, að sjóðurinn aukist
sem mest, eins og betur skilst, er vér komum að við-
aukunum við lögin. Benda má og á það, að slík at-