Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 73
69
en meiri mundu ávextirnir verða af því allajafna, að
koma þeim sjálfstæðisfótum undir manninn, en af verð-
launagjöfinni margri hverri. Yér nefnum þessa upp-
hæð af handahófi, og þetta hlutfall miili framlags sjóðs-
ins og einstaklingsins, en viljum að eins benda á það,
að oss virðist sennilegt að styrkur til lífsábyrgðarkaupa
færi þó ekki fram úr hæstu verðlaunum, sem veitt verða
úr sjóðnum.
Lífsábyrgðartrygging er þá eigi síður góð vörn gegn
því að ábýli gangi aftur úr sjálfsábúð við fráfall manns-
ins, er trygði líf sitt, og liggur það svo í augum uppi,
að eigi þarf að skýra það frekar.
Yér vikum að því hér að frainan að leiguliðar hefðu
til þessa af eðlilegum ástæðurn setið hjá við vildarkjör
Ræktunarsjóðsins í jarðabótalánum. Með þessum við-
aukunr við lögin eiga þeir kost á að bera sinn hlut vel
frá borði.
Ákvæðið í 3. grein frumvarpsins, að lögin komi
fyrst til framkvæmdar í ársbyrjun 1907, er sett til þess
að kippa eigi strax burt verðlaunaveitingunni eftir fyrra
fyrirkomulagi sjóðsins, og mælir sanngirni með því við
þá menn, sem nú gera sér von um verðlaun eftir gamla
laginu, enda falla þá til tvennar slíkar verðlaunaveitingar
eftir að þetta nýmæli varð almenningi kunnugt.
Þetta framanritaða frumvarp, og þá eigi síður frum-
vörpin um söluheimild opinberra jarðeigna og forkaups-
rétt á jarðeignum einstakra manna, og frumvarpið um
þinglýsingarskyldu bygggingarbréfa, standa öll í nánu .
sambandi við ábúðarmáiið, og að nokkru leyti má segja
hið sama um frumvarp hefndarinnar um válrygging
sveitabæja.
Nðfndin vissi það vel, að sérstaklega var búist við
því af henni, að hún endurskoðaði ábúðarlöggjöfina, og
nefndin varði mjög miklum tíma til að íhuga hana og
kynna sér öil gögn þar að lútandi, eldri og yngri, sem