Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 74
70
hún átti kost á; og höfum vér vikið að ýmsum þeirra
hér og hvar í athugasemdum vorum við frumvörpin.
Því meir sem vér hugsuðum um það mál og ræddum
það, því fleiri örðugleika sáum vér á því að skipa fyrir
með lögum, frekar en nú er gert, um sambandið milli
landsdrottna og leiguliða, svo að meira yrði úr því en
að komast á pappírinn, og eigi hlytist ójöfnuður af og
óþægindi, og það fyrir báða málsaðila.
Heizta úrlausnin á þessu vandamáli varð því sú hjá
nefndinni, að reyna að stuðla að því sem mest og bezt,
að sjálfsábúðin ykist. Sé verulega greldd gatan fyrir
henni, t.reystum vér því að það verði bæði til þess að
leiguábúðin minkar, fyrst í stað vísast hægfara, en svo
örar og meir með hverju ári, og landsdrottnar hlytu
einnig vegna eigin hagsmuna að fara að sinna betur
leigujörðum sínum, af því að annars mistu þeir af nýtari
og duglegri mönnunum út í sjálfsábúðina.
Vér könnumst fúslega við það, að hún er löng
fram undan manni ieiðin, sem vér bendum á, þegar
leysa á úr læðingi leiguliðaábúðarinnar 4—5000 býli á
landinu. En oft reynist svo, að bezt fer sígandi og
stígandi. Vér teijura það og til aukinnar sjálfsábúðar á
sinn hátt, eignist sveitarféiagið og fái yfirráð yfir jarð-
eignum innsveitis, eins og annarstaðar er nánar skýit.
Fari nú svo vel, að þessi hjálparmeðul sem vér
bendum á, reynist allsendis ónóg, vegna vaxandi dáðar
og ræktar við eigið land, þá ætti sízt að kvíða því, að
eigi yrði bætt úr þörf, sem rynni af svo góðum rótum.
Getum vér t. d. hugsað oss að Ræktunarsjóði yrði um
lengra eða skemra áraskeið veitt hagkvæmt lán úr
Landsbankanum.
Og þó að það láti nú sjálfsagt illa i eyrum ýmsra,
getum vér eigi bundist þess, að varpa þeirri hugsun
fram, að svo kunni að fara siðar meir, að skattalöggjöf
landsins verði skjótvirkust til að eyða leiguliðaábúðinni,
eða að minsta kosti verstu anmörkum hennar, þegar sá