Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 77
73
Alveg sama vakir svo fyrir milliþinganefndinni, sem
skipuð var 1870. í nefndaráliti meiri hlutans er það
talið nauðsynlegt að landsdrottni sé gert að ófrávíkjan-
legri slcyldu að láta leiguiiða fá byggingarbréf, og aðhald-
ið átti að vera hið sama eins og um er getið hér næst
á undan.
Frumvarp það til landbúnaðarlaga, sem var til með-
ferðar á þingunum 1879, 1881 og 1883 var bygt á
frumvarpinu frá meiri hluta þeirrar nefndar, en eins og
kunnugt er voru að eins þeir kaflarnir ieiddir i lög af
liinum mikla lagabálki, er lutu að réttarsambandinu milli
landsdrottins og leiguliða. og eru það lögin um bygging,
ábúð og úttekt jarða frá 12. jan. 1884.
Lög þau bjóða skýlaust að bréf skuli gera fyrir
bygðri jörð. Eigi eru þar sektir lagðar við vanræksiu
þess boðs, og eftirlit eigi sett á því að boðinu sé hlýtt,
en sama er nú lagt við í iögunum, og báðar nefndirnar
höfðu áður farið ftam á, en skift niður á 2 greinar.
í 2. gr. laganna, þar sem landsdrottni er boðið bréf
að gera, er þvi ákvæði bætt við, að í byggingarbrófl
skuli skýrt tekið fram, hve langur ábúðartimi só; „on sé
það eigi gert skal svo álíta, sem jörð só bygð æfilangt,
nema landsdrottinn sanni að öðru vísi hafi verið um
samið “.
Oss er kunnugt um, að þessi mikilsvarðandi grein
er eigi skilin á einn veg af öllum, og hefir nofndin ræki-
lega leitað fræðslu hjá ýmsum lagamönnum um réttan
skilning hennar, og segja þeir allir hið sama, að ákvæði
þessarar greinar hljóti að skiljast svo, að vanti byggingar-
bréf með öllu, þá hafi leiguliði lifsábúðarrótt, nema
landsdrottinn geti sannað hið gagnstæða.
Enginn dómur mun vera dæmdur um þetta, sem
sennilega stafar af því, að landsdrottnar hafa eigi þorað
að halda málinu til streitu, þegar bróflausir leiguliðar
hafa staðið fast á rétti sínum til lífsábúðar, og lögfullar
sannanir voru eigi á móti.