Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 78
74
Þá er í næstu grein laganna iagt við vam-ækslu
bréfgerðar, að svo álítist þá, „sem jörð hafi bygð verið
með leigumála þeim, er ieiguliði kannast við, að áskilinn
liafi verið, nema landsdrottinn sanni að annar hafi verið".
Á niðurlagsorðum þessarar greinar hefir komið fram
athugaverður skilningur (Lögfræðingur 3. ár bls. 10>G—
1G7). sá, að Jandsdrottinn þurfi bara að sanna að „annar
hafi verið“ leigumáli ájörðinni, áður en hún komstí hend-
ur ábúandans, sem ágreiningurinn rís við. Oss getur
nú sarnt eigi betur skilist eftir öllu sambandinu og í
samræmi við 2. gr., en að hér sé eingöngu átt við það,
hvað áskilið hefir verið við siðasta leiguliða, og það
mun almenni skilningurinn; og ótvirætt er það að svo
skiija þeir orðin, sem snúið hafa lögunum á dönsku.
Það er í sjálfu sér viðsjált, þegar mismunandi skiln-
ingur getur komist að við skýring jafn- þýðingarmikilla
iagaákvæða; en það eitt gengur oss þó til að rekja þetta,
að vér teljum það rétt og nauðsynlegt, að það skýrist
sem bezt fyrir almenningi, hve rikur er réttur bréflausra
leiguliða, svo framarJega sem sá skilningur stendur, sem
vér höldum fram á báðum greinunum. Vér höfum sér-
staka ástæðu til þess, af því að svo viða er að því vik-
ið i skýrslum þeim, sem vér höfðum til rannsóknar og
íhugunar, að ábúð leiguliða sé svo óviss, af því að bygg-
ingarbréf sóu ekki gefin fyrir jörðum, og óákveðið sé
um byggingartímann. En hér er þess eigi nægilega
gætt, hve mikla vörn lögin vilja veita leiguliðunum,
þegar svo á stendur. Um allmarga slíka bréflausa leigu-
Jiða er óhætt að fuJlyrða, að þeir geta fengið Jífsábúð,
ef þeim er það kappsmál, og þá auðvitað Jíka haldið
henni, standi þeir i skilum.
Ástandið er nú svo i landinu, að þrátt fyrir hina
margviðurkendu nauðsyn og ítrekuðu Jagaskyldu nú um
200 ár, að bréf skuli jafnan gera fyrir bygðri jörð, og þrátt
fyrir hina miklu áhættu landsdrottna, ef þeir vanrækja
þessa skyldu, þá lætur nærri að helmingur af leigujörð-