Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 81
Þá er eigi síður þýðingarmikil hin opinbera aug-
lýsing byggingarbréfanna með öllum skilmálum um á-
búðartímann og eftirgjaldið. í slíkri birting felst tölu-
vert aðhald fyrir landsdrottna að hafa skilmálana sann-
gjarnai Þá mundi og siður haldast uppi að hafa alt ó-
ákveðið og á huidu, eins og nú er svo títt. Tekur
þetta eigi að eins til jarða einstakra manna, heldur og
til kirkjujarða að ýmsu leyti, að því er oss er kunnugt
um. Það mun t. d. eiga sér stað, að prestar byggi
kirkjujarðir að eins fyrir sína tíð, þó annars séu hirðu-
samir og góðir ráðsmenn yflr jörðunum, og er slíkt ó-
hafandi. Fyrirmyndardæmin hjá sumum landsdrottnum,
að fara vel með landseta sína og leggja fé til umbóta
leigujörðum sínum, yrðu og miklu kunnari til eftir-
breytni, og þá eigi síður vítaverðu dæmin. Hjá leigu-
iiðunum mundi og vakna samhugur og samheldni um
það, að iáta eigi bjóða sér nein ókjör. Þeir fyndu til
þess, að augu almennings hvíldu nú miklu meir en áður
á öllu þessu viðskiftasambandi, og er tíðum eigi minst
varið í það eftirlitið.
Loks er það svo þýðingarmikið, hvað hægra verður
um alla viðleitni til að ráða bætur á anmörkum leigu-
ábúðarinnar, og til þess smámsaman að draga úr henni,
þegar ganga má að öllum upplýsingum um það efni í
byggingarbréfabókunum. Ilitt mun reynast, þótt aftur
væri farið af stað með að fyrirskipa skýrslur um það
•efni, að menn yrðu ekki miklu bættari. Það væri helzt
hugsanlegt, ef nákvæmt jarðamat væri iátið fara fram,
samfara rannsókn um öll ábúðarkjör landsins.
Um einstök atriði í frumvarpsgreinunum er minst
að ræða. Vér töldum sjálfgeflð, að sýslumönnum bæri
ritlaun fyrir bókun byggingarbréfa, og tókum ákvæðið
um það eftir 3. gr. laga frá 2. febrúar 1894 um auka-
tekjur, dagpeninga og ferðakostnað sýslumanna, bæjar-
fógeta o. 11. Fyrstu árin bakar þetta sýslumönnum
töluvert ómak. Eins er það rétt, að sýslusjóður kosti