Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 83
79
3. gr.
Ef búfé granna gengur í tún eða ræktað engi ann-
ars manns, eða í hey hans eða sáðreit, er á því svæði
stendur, eða girt er gildum garði, skal sá er áganginn
liður, ef hann vill réttar sins leita, færa féð eiganda
heirn, og er eiganda fjárins þá skylt, að greiða fult
endurgjald fyrir heimreksturinn, svo og skaðabætur, ef
skemd heflr orðið að í gildri girðingu. Ágangur af bú-
fé sama manns öðru sinni á sama missiri varðar skaða-
bótum að fullu, eftir mati, en við þriðja brot varðar að
auki sektum 5 — 20 krónum, ef kært er.
4. gr.
Nú gerir afréttarfé ágang á heimalönd manna á
sumrum, enda er eigi réttur þeirra, er fyrir ágangi
verða, trygður með löggiltri samþykt, geta þeir kvatt
þann eða þá er afrétt eiga eða afréttartoll taka þess
fjár, er úr afrétti gengur, til að gera vörzlugirðing sem
næst mörkum afréttar. Þeir er garðlags kveðja skulu
aldrei minna iegeja til girðingar en þriðjung, og svo
meira eftir málavöxtum. Til garðlags skal kveðja í
heyranda hljóði á manntalsþingum, þar sem þeir eiga
lögsókn, er afrétt eiga eða afréttartoll taka. Garðlags-
kveðjendur skulu setja trygging, er hlutaðeigandi sveit-
arstjórn tekur gilda, fyrir því, að þeir geti int af hönd-
um garðlagskvöðina að sinum hluta.
5. gr.
Þeir er garðlags eru kvaddir, svo sem að framan
er mælt, mega kveöja til garðlagsins með sér þá menn,
er upprekstur eiga í afrétt þann, er girt er fyrir, ef
þeir eigi eru garðlagskveðjendur. Sýslunefnd til tekur,
hversu garðlagskvöð skiftist á milli garðlagskveðjanda og
þeirra, er kvaddir eru, en hlutaðeigandi sveitarstjórn eða
sveitarstjórnir jafna kvöðinni niður á búendur þá, er
kvöðin hvilir á. Þó geta garðlagskveðjendur jafnað á