Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 84
80
sig sjálfir sínum hluta garðlagsins, ef þeir koma sér
saman. Sé niðurjöfnun sveitarstjórnar á garðiagskvöb
kærð eða henni óhlýðnast, fer að öllu um það mál sem
fjallskil. Yiðhaldsskylda girðingarinnar hvílir á málsað-
ilum öllum eftir sömu reglu og garðlagskvöðin.
Nú inna eigi garðlagskveðjendur af höndum sinn
hluta girðingar eða viðhaldsins, og er þá garðlagskvaðn-
ingin ógild.
6. gr.
Þrír menn segja fyrir um, hversu haga skuli varnar-
girðingu þeirri, er 4. gr. ræðir um. Nefnir sveit.arstjórn
þess hrepps, er girðing á að liggja í, tvo mennina, en
sýslunefnd einn. Skulu þeir skoða girðingarstæðið áður
en garðlag byrjar, ákveða hvenær garðlagi sé lokið,
skoða girðinguna þá er lokið er, og meta hvort hún er
gild. Þeir skulu og segja fyrir um hlið á girðing-
unni, hvar og hversu vera skuli.
7. gr.
Nú viJja þeir, er garðlags eru kvaddir, eigi sinna
garðlagskvöðinni af sinni hálfu, eða vanrækja hana eða
viðhald girðingar, svo að girðing verður ógild, og varðar þá
ágangur afréttarpenings á heimalönd úr hlutaðeigandi af-
rétti skaðabótum eftir mati tveggja manna. Sá er
skaða bíður samkvæmt þessari grein á aðgang skaða-
bóta að hreppsnefnd sinnar sveitar, og jafnast skaðabætur
niður á þá, sem upprekstur eiga á afréttinn með fjall-
skilum næsta haust.
8. gr.
Heimilt er sýslunefnd að gera samþykt fyrir stærri
eða minni svæði innan sýslu viðvíkjandi ágangi búfjár:
svo sem um skyldur manna til varnar ágangi, um girð-
ingar til vörzlu, tilhögun þeirra, viðhald og meðferð.
Þar má og ákveða um skaðabætur fyrir ágang búfjár og
um sektir gegn brotum á samþyktinni.