Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 85
81
9. gr.
Nú þykir sýslunefnd nauðsyn ;ið gera samþykt
samkvæmt 8. gr. eða allmargir málsaðilar óska þess,
og skal hún þá kveðja til fundar á svæði þvi, er sam-
þykt á að ná yfir. Sé um að ræða ágang bufjár úr
afrétti, hafa allir búendur í hreppi eða hreppum þeim,
er sá afréttur heyrir til, atkvæðisrétt, svo og þeir menn
aðrir, er ágang líða úr þeim afrétti. En ef samþyktin
nær eingöngu til heimalanda, hafa einungis ábúendur
þeirra jarða. er samþykt nær til, atkvæðisrétt. Þó skal
leiguliði hafa heimild frá landsdrotni, ef hann er innan
héraðs, til þess að taka þátt i samþyktinni. Sýslunefnd
ákveður fundarstað, en oddviti, eða sá af sýslunefndar-
mönuum, er nefndin kýs, tiltekur fundardag og stýrir
fundinum.
10. gr.
Á samþyktarfundi ieggur fundarstjóri fram frumvarp
til samþyktarinnar, eins og sýslunefnd hefir samþykt það.
Eallist fundurinn á frumvarpið, óbreytt að efni, með 2/3
atkvæða, sendir sýslunefndin það stjórnarráðinu til
staðfestingar og löggildingar. Eins fer um frumvarpið,
þó fundurinn geri við það breytingar, ef þær eru sam-
þyktar með 2/3 atkvæða og sýslunefnd felst á þær. En
ef sýslunefnd vill ekki fallast á breytingartillögur, er
samþyktarfundur gerir, skal kveðja til nýs ‘fundar. Fall-
ist fundurinn þá á frumvarpið óbreytt með 2/3 atkvæða,
fer um það svo sem fyr segir. Að öðrum kosti er frum-
varpið fallið. Eigi má fallið samþyktar-frumvarp, eða
fallnar breytingartillögur, flytja á ný á sama ári.
11. gr.
Heimilt er sveitarstjórn að gera samþyktir fyrir
stærri eða minni svæði innan sveitar um hið sama efni
og 8 gr. tiltekur. Er öll meðferð hin sama um þau
mál, eins og 9. og 10. gr. skipar íyrir, nema að sveitar-
stjórn kemur þá hvervetna í stað sýslunefndar.
6 •