Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 86
82
12. gr.
Nú er gerð samþykt, eins og að framan er mælt,
og send stjórnarráðinu til staðfestingar, og virðist stjórn-
arráðinu hún koma í bága við lög eða grundvallarreglur
laga eða réttindi manna, er samþyktin endursend án
staðfestingar, og fylgja henni þá synjunarástæður stjórn-
arráðsins. Að öðrum kosti staðfestir stjórnarráðið sam-
þyktina, skipar fyrir um birting hennar og tiltekur
hvenær hún öðlist giidi. Er hún upp frá því skuldbind-
andi fyrir alla þá, er á þvi svæði l.úa, er hún nær yfir,
nema hún sé löglega úr gildi numm.
13. gr.
Nú vilja menn nema úr giidi löggilta samþykt um
ágang búfjár, og þarf til þess aila sömu aðferð og að
koma henni í gildi.
14. gr.
Nú veitir búfó ágang, svo að varðar skaðabótum
eður sektum samkvæmt lögum þessum, eða löggiltri
samþykt, eða vottföstum samningi, og er þá þeim, er
ágang líður, heimilt við votta, að setja fénaðinn inn i
hús eða girðing; en tilkynna skal hann eiganda búfjár-
ins samdægurs, og svo lljótt, sem því verður við komið,
um innsetninguna.
15. gr.
Innsetjandi skal bera ábyrgð á, ef innsetningin
veldur meiðslum á búfénu fyrir húsþröng, eða illa með-
fc-rð, eða ef hús fellur á það, eða ef það skaðast í girð-
ingu. Só málnytupeningur settur inn, skal mjalta hann
á málum, og tekur sá málnytuna, er inn setti. Ef
innsetning varir lengur en dægur, skal gefa fénaðinum
íóður svo nægilegt sé, eða beita á haga. Yanræki inn-
setjandi skyldur þær, er þessi grein tiltekur, eða brúki
hesta, sem inn eru settir samkvæmt 14. gr., feliur út-
lausnargjald niður og varðar að auki skaðabótum eftir