Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 87
83
mati, nema svo sé að þyngri refsingu varði eftir hegn-
ingarlögum.
16. gr.
Þá er eigandi vitjar búfjár, er inn er sett á lögleg-
an hátt, skal hann greiða innsetjanda útlausnargjald, er
nægi fyrir skaðabótum og öjlum kostnaði við innsetning
fjárins, geymslu og fóður, eftir því sem um semur, eða
eftir mati. Ef málnytupeningur er inn settur og mjait-
aður, dregst verð málnytunnar frá útlausnargjaldi. Nú
vill eigandi eigi þegar greiða útlausnargjaldið né setja
tryggingu fyrir greiðsiu þess, og getur innsetjandi þá
tekið af búfénu svo sem nægir til lúkningar útlausnar-
gjaldinu, og væntanlegum kostnaði við að koma þvi
í verð.
17. gr.
Nú vitjar eigandi eigi búfjárins á tveggja sólarhringa
fresti, og skal þá innsetjandi reka féð í land hans, þó
eigi í tún né engi. Getur innsetjandi tekið af fénaðin-
um nægilegt fyrir útlausnargialdinu, samkvæmt 16. gr.,
og eftir mati tveggja óvilhallra manna, er iiann sjálfur
til nefnir.
18. gr.
Búfé það, er innsetjandi tekur til lúkningar útlausn-
argjaidi samkvæmt 16. og 17. gr. skal hann tafarlaust
framselja hreppstjóra til uppboðs, og fær hann af verði
þess útlausnargjaldið greitt, svo og fyrirhöfn sina. Af-
gangur andvirðisins,- að frádregnum uppboðs- og inn-
heimtulaunum, greiðist til eiganda búfjárins.
19. gr.
Nú tekur eigandi búfé, sem inn liefir verið sett
samkvæmt 14. og 15. gr., án heimildar, úr vörzlu inn-
setjanda, og án þess að greiða útlausnargjaldið. Varðar
það — auk útlausnargjaldsins — 20—100 kr. sektum,
®f kært er.
6*