Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 91
87
orðið h'ifé jaínt. yfir þann fénað, sem gengur á afrétt
sem í heimalöndum, og eítir bendingum, sem fram hafa
komið í hreppstjóraskýrslunum, höfurn vér talið alifugla
þar til, enda er þess þörf í kauptúnum og þorpum vegna
garðræktarinnar.
Því næst koma í 2. og 3. gr. almenn fyrirmæli
viðvíkjandi ágangi búfjár í heimalöndum. Vildi nefnditi
eigi fara þar lengra en svo, að einungis sá ágangur
varðaði skaðabótum og sektum, sem ræktuð jörð yrði
fyrir.
Nefndin treystir sér eigi til að finna heppileg fyrir-
mæli gagnvart úthaga, eða slægjum sem liggja hingað
og þangað innan um úthaga og oftast eru ógirtar. Með
ræktuðu engi lelur nefndin eigi fjallslægjur, mýrarflóa á
heiðum eða aðrar slægjur innan um bithaga.
Engin ákvæði eru heldur um vetrarbeit, nema í fyrra
parti annarar greinar, og eru þar ekki lagðar við skaða-
liætur, þótt brotið sé. Gera það misgöngur fjár, þegar
eigi er staðið yfir því. Hitt er sjálfgefið, að það getur
varðað skaðabótum eftir almennri réttarvenju, ef heim-
ildarlauSt er staðið jfir fé i annara landi, eða fénaður
rekinn þangað, á hvaða tima árs sem er.
Þá eru næst nokkrar greinar um ágang búfjár úr
afrétt (4.-7. gr.). Ákvæði þau koma auðvitað eigi að
notum nema þar sem svo hagar til, að eigi er ókleift
að girða fyrir afrétt. Er það eigi svo óvíða hér á landi,
að slikt er kleift, svo að fullkomin vörn sé, nú þegar
girðingavírinn fæst með svo góðum kjörum, sem von-
andi er að haldist framvegis, og nefndin vili st.uðla til
með öðru frumvarpi. Ákvæði frumvarpsins eru bygð á
Jónsbók (Llb. 54. kap.) og breytt eftir núverandi ástæð-
um. Hin önnur álivæði Jónsbókar, um ágang afréttar-
fjár, hirðij- nefndin eigi að taka upp, því að samskonar
ákvæði munu vera í fjallskilaregiugerðum, þar sem þau
hafa þótt við eiga.
Nefndinni virðist mjög erfitt að setja heppileg aÞ