Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 92
88
menn lög gegn ágangi biífjár á ógirt svæði, sem eigi
eru varin heimafénaði. Eigi hefir henni heldur þótt til-
tækilegt að setja ákvæði um löggirðingar á heimalönd-
urn. En án gildra girðinga geta lögin eigi heimtað af
eiganda fjár, að hann varni búfé sínu allan ágang á
annara lönd.
Nú er ágangur á útliaga og úthagaslægjur oft og
tíðum fult eins tilflnnanlegur sem ágangur á tún og
ræktað engi, því að þar verður þó oftar komið vörnum
við. Yiljum vér benda á mjög umhugsanvert dæmi, er
einn hreppstjórinn í Skagafjarðarsýslu nefnir í athuga-
sendum sínum.
Hreppstjórinn segir svo:
„Ég þekki hér skamt frá mér tvo bændur, sem ár-
lega taka hagagönguhross; annar hafði þau um 60 í
fyrra í sínu landi, en hinn yfir 80. Einn bær er á
milli þeirra, en bóndinn þar tekur engin hagagönguhross,
hefir þó talsvert land og er sjálfur hrossafár. Allirmega
geta nærri, hve miklum ágangi hann verður fyrir af
þessum mikla hrossasæg frá hinum, þegar þau hafa svo
uppurið lönd þeirra sjálfra, að á vorin sést varia sting-
andi strá, en í flóum sjást að eins berar kvisthríslur á
stangli11.
En þessu lík dærni koma oft fyrir, þar sem tvíbýli
er, eða beitilönd eru óskift, að annar hefir á landinu
mikið meiri fénað, sem hann á eða tekur af öðrum,
heldur en hinn. Þar kemur því fram stórkostlegt mis-
rétti, er hinn síðarnefndi verður bótalaust að búa undir,
eða heyja sama kapphlaup með því að ofsetja eða níða
niður landið til stóvskaða fyrir það búfé, sem hæfilegt
er fyrir ábýli þeirra. Munu allir sjá, hve nauðsynlegt
er að lögtryggja rétt einstaklingsins í þessum efnum.
Ágangur afréttarfjár í heimaiönd er og mjög til-
finnanlegur víða, þar sem eigi verður þó kleift að setja
varnargirðingu. Kemur það einkum niður á búsmala
og veldur þá bæði málnytuskaða miklum og eykur stór-