Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 96
92
vilja girða fram með löngum bæjaröðum, milli bithaga
og slægjulanda, eða þá samgirða um fleiri jarðir og fá
túnvörzluna með því móti. í annan stað viija menn
girða fyiir ágang úr afréttum, þar sem slíkt er kleift,
girða um engi og enda hafa málnytupening innan vír-
girðinga um lengri eða skemmri tíma að sumrinu. Þá
er líka að girða um hættur, og forðaði vírinn við það
fleiri skepnum kvaladauða en slysast. kunna af honurn.
Þetta alt, sem nú er nefnt, kemst ekki undir túngirð-
ingalögin.
Þessar ástæður valda því meðal annars, að almenn-
ingur virðist ekki í bráð ætla að nota túngirðingalögin
að neinu marki. Vér ætlum því, að almenningur muni
kunna löggjafarvaidinu þakkir fyrir, ef það útvegar vildar-
kaupin á efninu t.il hvers konar girðinga, þó að í bili
væri kipt að sér hendinni með lánsheimildina til tún-
girðinganna eirma.
Nefndin álítur því hyggilegt, að um stundarsakir
sé eigi iengra farið á lánveitingaleiðinni, en í þess stað
sé á næsta fjárhagstímabili rýmkað um félagskaup
landssjóðs. Eftirsóknin að ná hinum góðu kaupum á
girðingaefninu, án þess að bindast ákvæðum túngirð-
ingaiaganna, er mjög svo mikil, og heflr það afarmikla
þýðingu fyrir ræktun landsins að greiða sem bezt fyrir
þeim vilja almennings. Nefndin hyggur, að hinum góða
tilgangi laganna og hugsjón þeirra, sem héldu þeim
fram, verði einmitt bezt náð með þeim hætti um sinn,
eftir því sem nú horfir við.
Sjálfgefið er það, að pantanir gerðar eftir mæling-
um 1905 verða afgreiddar samkvæmt lögunum, þó að
girðingaefnið verði eigi notað fyr en árið 1906.
Auðvitað mætti halda því fram, að þetta gæti hvort-
tveggja farið saman á næsta fjárhagstímabili, bæði lánin
til girðinga um tún eftir Jögunum og félagskaup lands-
ins til hvers konar girðinga sem vera vill, en benda
viijum vér á það, að gerðai skýrslur skoðunarmanna,