Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 97
93
samkvæmt túngirðingalögunum, bera það með sér, að
töluvert vantar á að menn kunni enn þá yfirleitt með-
ferðina á þessu girðingaefni, og spiilir það að svo
komnu eitt fyrir sig notkun laganna. Á þessum 2 árum
mundi fást stórum aukin æfing og reynsla í því efni,
og á þingingu 1907 stæðu menn ólíkt betur að vígi en
fyrir 2 árum síðan til að efla ræktun landsins með á-
kvæðum snertandi gaddavirsgirbingar.
Yér teljum það og mikinn kost að fyrirbyggja það,
að túngirðingalögin verði að þrætuefni á þinginu í ár,
sem búast má við eftir því sem á undan er farið, og
endurskoðun eða setning girðingalaga bíði þingsins 1907.
Sú mótbára liggur nærri, að á næstu 2 árum yrði
minna ettirlit með því, að vel sé gengið frá vírgirðing-
um. Auðvitað tekur hún eigi lengra en til girðinga,
sem til hefðu fallið eftir iögunum. Þeirri mótbáru er
að svara, að bæði koma skilyrðin fyrir veiting búnaðar-
styrksins þar til greina, og i annan stað er mjög svo
þýðingarmikil leiðbeining fengin með reglugerðinni um
túngirðingar frá 24. maí f. á., sem mönnum lærist að nota.
Um hinar einstöku greinar skal þessa getið:
Um 1 gr.
Þar sem talað er um „samskonar" efni og nú er
keypt eftir túngirðingalögunum, er það bending um, að
ástæða sé til að fá fleiri tegundir en nú eru á boðstólum,
sérstaklega væri gott að fá mun gildari teina en 8/8".
Rétt teljum vér að félögin ein njóti þessara vil-
kjara við kaupin. Það er ekki ofætlun fyrir menn að
slá, sér saman til stórkaupa. „Samvinnu-kaupfélög“ eða
„kóóperatíf" kaupfélög, og þau ein, teljurn vér eigi síður
makleg þessara hlunninda en hin félögin; enda senni-
legt að þau mundu einna mest nota þessi samkaup
landsins. því að hægast mun þeim um lántökur, og
væri það til léttis við útvegun landstjórnarinnar, aðsem
stærst svæði væri saman um kaupin.