Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 99
95
IX. Frumvarp
til laga um samþyktir um kynbætur nautgripa.
1. gr.
Sýshintífndura veitist heimild til að gera samþyktir
um kynbætur nautgripa á þann hátt, er segir í lögum
þessum.
2. gr.
Þegar sýslunefnd álítur hagfelt að gera samþykt
fyrir alla sýsluna eða nokkurn hluta hennar, skal hún
kveðja til almenns fundar í héraði því eða á því svæði,
sem ætlast er til að samþyktin nái yflr, og eiga at-
kvæðisrétt á þefm fundi allir þeir, er þar búa og kosn-
ingarrétt hafa til alþingis.
Sýslunefnd kveður a um fundarstað og fundardag
með nægum fyrirvara ; er sýslumaður fundarstjóri, eða
einhver sýslunefndarmanna, er nefndin kýs til þess, og
skal hann hafa kjörskrá við höndina.
Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til
þess að halda. fundinn, ber að greiða honum 2 kr. á dag
i fæðispeninga, og ferðakostnað að auki eftir reikningi,
er sýslunefndin úrskurðar, og greiðist það gjald úr sýslu-
sjóði.
3. gr.
Sýslunefndin semur frumvarp til samþykta þeirra,
er hún vill koma á, og ber undir álit og£atkvæði funda
þeirra, er rætt er um í 2. gr. Samþykki fundarmenn
frumvarp sýslunefndar með 2/3 hlutum atkvæða þeirra,
er greidd liafa verið, skal hún senda frumvarpið stjórn-
arráðinu til staðfestingar. En ef breytingartillögur hafa
verið gerðar við frumvarpið á fundinum og samþyktar
með 2/3 atkvæða, setur sýslunefndin þær inn í frumvarp-
ið, ef henni þykir þær á rökum bygðar, og sendir það
síðan stjórnarráðinu til staðfestingar, en álíti sýslunefnd-
in, að breytingartillögurnar eigi ekki að takast til greina,