Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 100
96
ber hún frumvarp sitt að nýju óbreytt undir atkvæði
héraðsmanna. Yerði það þá samþykt með 2/3 atkvæða,
ber að senda það stjórnarráðinu tii staðfestingar.
Það trumvarp eða breytingaratkvæði við frumvarp,
sem eigi hefir verið samþykt með ~/8 atkvæða, er fallið,
og má eigi koma fram í nýju frumvarpi sýslunefndar
fyr en að ári liðnu.
4. gr.
Nú virðist stjórnarráðinu að fyrirmæli samþyktar
gangi of nærri rétti manna, eða að þær komi á ein-
hvern hát.t i bága við lög eða grundvallarreglur lag-
anna, og synjar það þá um staðfestingu sina, en skýra
skal það sýslunefndinni frá ástæðum fyrir neituninni.
Að öðrum kosti staðfestir það samþyktina, skipar fyrir
um birting hennar og ákveður, hvenær hún skuli öðlast
gildi og er hún upp frá því skuldbindandi fyrir alla þá,
sem búa innan takmarka þess svæðis, er sarnþyktin
nær yfir.
Nú vilja menn nema samþykt ur gildi, eða breyta
henni, og fer um það eftir öllum sömu reglum og fyrir
er mælt í lögum þessum unr stofnun liennar.
5. gr.
Nú er samþykt um kynbætur na.utgripa löggilt, og
má þá ekkert graðneyti eldra en 5 mánaða ganga á
því svæði, er samþykt nær yfir, nema að þa”ð sé í ör-
uggu hliðarhafti, eður annari fullgildri gæzlu, svo sem
samþykt mælir nánar um. Sá er brýtur þeLta ákvæði,
hvort sem hann er á samþyktarsvæðinu eða utan þess,
skal greiða skaðabætur til þess eða þeirra, er skaða liða
af yfirgangi nauts, eftir mati óvilhallra manna.
6. gr.
Til að meta skaðabætur fyrir brot á 5. gr. laga
þessara, eða á þeim ákvæðum löggiltrar samþyktar, er
varða skaðabótum, nefnir kærandi einn mann og kærði