Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 104
100
dýra, og komi það eigi að eins þeim í koll, heldur og
öllum landsmönnum, því að yfirJeitt, megi segja, að
fyrsta skilyrðið fyrir því, að einstakir menn eða hið op-
inbera fari að leggja eitthvað að marki í sölurnar, hvort
heldur er í orði eða á borði, fyrir einhvern sjúkdóm, sé
vitneskja um það, hve mikinn og almennan skaða hann
gerir. Dýralæknirinn býst svo við, að vel geti verið svo,
að hér á landi seu til þeir sjúkdómar, sem talsverðan
skaða gera, án þess að það sé almenningi kunnugt, og
í annan stað só öðrum sjúkdómum, sem kunnugt er
um að eru hór til, miklu minna sint en vera ætti, eft-
ir því tjóni, sem þeir kunna að valda.
Dýralæknirinn gengur að því vísu, að skýrslur þess-
ar geti ekki orðið eins nákvæmar og áreiðanlegar og
æskilegt, væri, þar sem ekki verði með sanngirni heimt-
að af almenningi. að greining sjúkdóma verði alls kost-
ar rótt, en þó gerir dýraiæknirinn sér von um að ekki
þurfi miklu að skakka, þar sem yfirleitt sé um algenga
sjúkdóma að ræða, sem flestir gripaeigendur þekkja, enda
muni þeir geta haft nokkurn stuðning af leiðbeiningum
þeim, sem hann ætlast til að prentaðar veiði aftan á
eyðublöðin.
í skýi-slufoi-mi dýralæknisins eru 17 tegundir sjúk-
dóma, með sundurliðun fyrir hverja tegund alidýra, ef
fleiri eru um sama sjúkdóminn. Þar er spurt um hve
nær skepnan varð sjúk, og hvenær dauð, ef sá varð
endir á sjúkdóminum, og í livaða mánuði ársins það kom
fyrir. Enn eru þar settar eyður, ef einhverjir aðrir sjúk-
dómar koma fyrir en þeir, sem teknir eru á skýrslu-
formið. Skýrsluforminu fylgdu til skýringar leiðbeinandi
athugasemdir við aliar tegundir sjúkdómanna, og hljóða
þær leiðbeiningar svo:
„Um miltisbrand má fá nákvæmar upplýsingar í 12.
árg. Búnaðarritsins.
Bráðapest í sauðfó þekkja flestir; hún er jafnan