Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 106
102
blóðrík, rauð; pípuleggirnir verða oft næfurþunnir, en
mergholið vítt.
Doði í kúm er flestum kunnur; kemur um og eftir
burð. Um doða má lesa í 13. árg. Búnaðarritsins og
1. árg. Freys.
Kúaböla kvað koma fyrir hór á landi; sýking frá
bólusettum mönnum. Bólurnar koma nær eingöngu á
spenana og júgrið, líkjast bólu á mönnum.
Klums í hryssum er algengt og þekkja það flestir.
Reymœði í hrossum sömuleiðis.
Rundapest, næm sýki, er flestir þekkja.
Stjarfi eða stífkrampi er bakteríusjúkdómur; bakt-
eríurnar setjast í sár og búa þar til eitur, sem veldur
sýkinni. Þekkist á þvi, að vöðvar skepnunnar verða
harðir og stífir, fyrst oft fáir, síðan allir. Batnar sjald-
an. Samskonar sýki kemur eftir strychnin-eitrun.
í auðu dálfcana skal skrásetia þá sjúkdóma, sem
ekki verða heimfærðir undir neinn hinna dálkanna og
varhugaverðir þykja, annaðhvort af þvi að þeir virðast
næmir, eru víðförulir eða liggja í landi, eða valda veru-
legu tjóni og óþægindum. Skal setja þeim það nafn,
sem algengast er á staðnum, og lýsa í „athugasemdun-
um“ eins nákvæmt og hægt er“.
Nefndin varð sammála dýralækninum um það, að
þörf væri á slíkum skýrslum, og telur framanritaðar á-
stæður hans nægja til að sýna og sanna þá þörf, og
gerist því nefndin flytjandi þessa frumvarps. Það er að
mestu sniðið eftir lögum um hagfræðisskýrslur, dags. 8.
nóv. 1895.
Af ásettu ráði höfum vór í frumvarpinu hvorki tal-
ið upp alidýrin nó sjúkdómana, sem skýrslan á að ná
yfir; betra að slikt alt sé reglugerðar-ákvæði. Vér vilj-
um að eins gefa þá bending, að réttara er að fara hægt
af stað og taka heldur færra en fleira. Hætt við að al-
menningur fái óbeit á lögunum, ef ofmikið þykir heimt-