Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 108
104
2. gr.
Verðlaunabeiðslur frá. hvoru árinu um sig verða því
að eins teknar til greina, að komnar séu til stjórnar-
ráðsins fyrir síðasta dag janúarmánaðar 1907 og 1908,
og eru verðlaunin þá öll veitt í einu.
3. gr.
Þegar verðlaunabeiðslur eru komnar fram á settum
tíma, og þeim er hrundið, sem eigi fuilnægja almennum
skilyrðum laga þessara, skal flokka smjörið í þijá staði
jafna að pundatali, og fer röðin eftir því, hve vel heflr
selst móts við hámat sjörmatsnefndarinnar dönsku þann
dag, er hvað um sig var selt af smjörinu. Það sem á
flokkamótum lendir af smjörsendingum eða sendinga-
pörtum, ef seldar hafa verið í fleiru lagi mishátt, skiftist
milii flokka, og að réttri tiltölu, ef fleiri eru.
Sá þriðjungur smjörsins, er bezt selst, miðað við
hámatið á söludegi, fær að verðlaunum 10 aura á pund-
ið, næsti þriðji hluti smjörsins fær að verðiaunum 5 aura
á pundið, en þeim þriðjunginum, sem eftir er, veitast eng-
in verðlaun.
4. gr.
Pylgja skai verðlaunabeiðslum farmskrá frá skip-
stjóra þeim, er smjörið flutti, eða vottorð afgreiðslu-
manns þess skips, er smjörið var sent ineð, er sýni
þyngd þess með umbúðum og tölu íláta. Svo skal og
fylgja sölureikningur smjörsins, undirritaður af þeim, er
með söluna fór, og sé söludagur þar tilgreindur.
5. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1906, og eru þá
jafnframt úr gildi numin lög um verðlaun fyrir útflutt
smjör 3. október 1903.