Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 109
105
Athugascuidir.
Verðlaunin fyrir útflutt smjör verða árið 1904
um 18,000 kr., og út hafa verið flutt full 220,000 pund,
og eru af því yfir 100,000 pd. úr Árnes- og Rangárvail-
asýslum, frá 15 búum þar.
Þetta er stórum meira en búist var við af þinginu
1903. Á fjárlögunum standa 5000 kr. hvort árið, en sú
upphæð var auðvitað sett töluvert af handahófi.
Eldri lögin, 11. nóv. 1899, hétu stígandi verðlaun-
um á smjörpundið, þegar það seldist yfir 75 aura. Þeg-
ar nokkuð fór að reyna á þau lög, kom það í ljós, að
það var ekki nema suma tíma ársins, sem menn gátu
eiginlega vænzt verðlauna, þó að smjörið væri gott, vegna
þess hvað verðið hleypur mikið upp og niður. Af því
leiddi, að menn fóru að geyma smjörið fram á haust,
til kostnaðar og óþæginda, og gat gengið meðan það var
rnjög lítið, en alógerlegt þegar útflutningur fór að vaxa.
Á þinginu 1903 var það ráð tekið að miða verð-
launin við hámat smjörmatsnefndarinnar dönsku, sem á
að sýna það vikulega, hvað bezta smjör selst. Eftir lög-
unum 3. okt. 1903 fær smjör, sem selst 25—21 eyri
undir hámati söludaginn, 5 aura verðiaun, en seljist það
20 aurum undir eða minna, fær það 10 aura á pundið.
Nú stafa þessi miklu útgjöid landsins til smjörverð-
launa 1904 auðvitað mest af því, hvað smjörútflutning-
urinn hefir aukist fram yfir allar vonir. En nokkuð staf-
ar þó þaðan, að verðlaunin hafa komið niður töluvert
öðru vísi en búist var við, þegar lögin voru samin og
samþykt á þinginu 1903.
Reynslan, sem fengin var við söluna frá smjörbú-
unum 1902, var auðvitað ekki mikil, en þá var skiljan-
lega helzt við hana að miða. Það var athugað þá, að
hefði verðlaunastiginn, sem 1903 var leiddur í lög, ver-
ið lagður á söluna 1902, hefðu tæpir 2/5 hlutir smjörs-