Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 110
106
ins hlotið 10 aura verðlaunin, en nú fór svo árið 1904,
að 7/10 hlutir fengu þau.
Þetta er þó ekki að þakka því, að smjörið íslenzka
hafi selst hærra verði 1904 en árin á undan. Smjörbú-
in 7, sem söluskýrslan lá fyrir um árið 1902, fengu sem
næst 79 aura fyrir pundið. Þau seldu alt í mánuðunum
september, október og nóvember, og athugi maður söl-
una á íslenzku smjöri þessa sömu mánuði árið sem leið,
verður meðalveiðið heldur undir 78 a. Taki maður aft-
ur á móti meðalverðið yfir alt árið 1904, leikur það á
76—77 aurum.
Þessa 3 mánuði 1902 var hámatið að meðaltali
99s/18, en 1904 var það 9510/13.
Eftir prentaðri skýrslu um sölu smjörbúanna 1903
(Freyr 1904, nr. 6) virðist svo, að alt smjörið, sem tek-
ið var á skýrsluna, um 90,000 pund, mundi hafa fengið
einhver verðlaun, hefðu lögin nýju náð til þess árs, og
þá hefðu 5/0 hlutir smjörsins lent í hærri verðlaunum.
Það ár mun og meðalverðið á islenzku smjöri á Eng-
landi hafa losað 79 aura. Með þeim sölu-hlutföllum hefðu
verðiaunin orðið þó nokkuð meiri árið 1904, því að auk
þess að munar á brotunum 7/10 og B/0, fór vli0 hluti
smjörsins varhluta af öllum verðlaunum 1904.
Geta mætti þess að ráðstöfun hefir verið gerð til
þess í Danmörku nú við áramótin síðustu, að hafa matið
hærra yfirieitt, eða láta það fara eftir hinni virkilegu sölu;
sótti i þá áttina að vera undir. Sú uppfærsla dregur,
ein fyiir sig, dálítið úr verðiaununum eftir núgiidandi
lögum, haldist hún áfram, en réttast er víst að byggja
eigi verulega áætlanir á því.
Það er hámatið annarsvegar, sem áraskifti eru að,
auk þess sem það hleypur til um eina 20 aura á sama árinu,
og hinsvegar er það aðflutningur á ódýrara smjöri, og
enn annað fleira, sem lætur alt í óvissu um það, hvern-
ig verðlaunin koma niður framvegis eftir núgildandi lög-
um, þó að iíkurnar séu auðvitað meiri til þess eftir 2