Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 111
107
seinustu árunum að dæma, að mikill meiri hluti smjörs-
ins verði í hærri verðlaununum. Þá skiftir það og svo miklu
um verðlaunaupphæðina í heild sinni, hvernig stærstu
sendingarnar héðan, í mörgum tugum þúsunda með sömu
ferðinni, hitta á markaðinn í það og það skifti.
Það er eigi ósennilega til getið að á næsta fjárhags-
tímabili verði ein 600,000 pd. flutt út frá smjörbúunum,
og er í þeirri ágizkun þó eigi tekið í reikninginr., að
fleiri eða færri af búunum fari að standa hálft árið eða
lengur, sem hvað mest munaði um. Með 600,000 pd.
útflutningi mætti þá búast við góðum 50,000 kr. til verð-
launa eftir lögunum, sem eru. Bn auðvitað gætu sölu-
hlutföllin orðið þau, að það yrði mikið minna.
Sú upphæð vex öllum í augum sem vonlegt er, og
þykir kenna misróttis við aðra atvinnuvegi, og menn
benda á það, að landssjóður greiðir á stundum framleið-
andanum sjött.a partinn, eða enda meira af því sem hann
fær fyrir smjörið að frádregnum öllum kostnaði. Árið
sem leið seldist t. d. ein smjörsending á 62 aura pund-
ið, en fékk samt hærri verðlaunin, því að hámatið var
þá 81. Við þetta bætist svo sá verulegi anmarki, hvað
mikil óvissa er um fjárupphæðina fram yflr það, sem að
sjálfsögðu leiðir af vaxandi útflutningi.
Sjálfir smjörbúamennirnir, hvað þá aðrir, munu því
búast við því að frumvarp verði borið upp á næsta þingi
til að breyta lögunum. Nokkrir munu og þeir vera, sem
viljanema þau alveg úr gildi. Með frumvarpi voru viijum vér
stuðla. að því, að breytingin verði hófleg og smjörbúin
hafi áfram verulegan uppörvunarstyrk. Það eru enn svo
margar bygðir þar sem smjörbú geta verið arðvænleg,
og það þarf að hvetja búin til þess að bæta smjörgerð-
ina hjá sér og leggja fram meira fé til umbóta á ýms-
an hátt. Svo teljum vér og gott að smjörbúamenn sjái
góðum tíma fyrir þingið ákveðnar tillögur í þessu máli,
og gefa þeim með því tilefni til að láta skoðanir sínar
í ljósi um málið.