Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 112
108
Sú breyting laganna mun mörgum þykja sennileg
að færa niður mismuninn, sem nú er milli hámats og
söluverðs, setja t. d. 20-16aurat.il að ná í 5 aura verð-
launin, en það smjör fengi 10 aura, sem seldist 15 aur-
um fyrir neðan mat eða minna. Yér ráðum þó frá slíkri
breyting, því að söluhlutföllin gætu orðið þau, að verð-
launin yrðu mjög iítil. Þó að árið sem leið hafi senni-
lega verið allgott til verðlauna fyrir smjörbúin, þá get-
um vér skýrt frá þvi, að eftir töflu, sem vór fengum hjá
stjórnarráðinu um sölu hjá ýmsum á c. 43,000 pundum,
þá reiknast oss að verðlaunin fyrir það smjör mundu
hoppa úr fullum 3000 krónum niður í rúmar 300, ef
maður færði stigann niður um þessa 5 aura og 3 að
auki (alls þá 8), — þessir 3 gerðir fyrir almennri hámats-
hækkun. Þessi munur, sem eigi virðist svo gífurlegur,
hefði felt alt það smjör úr hærri verðiaunum, og einar
6 sendingar af 24 hefðu náð hinum lægri.
Yflr höfuð ráðum vér fastlega frá því, að setja á-
kveðnar tölur um mismuninn miili hámats og söluverðs,
og því höfum vér komið með þessa uppástungu, að halda
að eins hlutfallinu og flokka smjörinu til verðlaunaveit-
ingar eða verðlaunasynjunar eftir því, hvað skamt eða
langt söluverðið á því er tiltöiulega fiá hámatinu dag-
inn sem það selst.
Aðalkosturinn við þetta er sá, að geta haldið há-
matinu til að miða við, því að annað betra verður eigi
fundið t.il að gera mun á smjörinu, og fjárveitingin úr
landssjóði verður með slíkri flokkun föst og ákveðin eft-
ir smjörmagninu. Sú óvissa verður ein eftir, að eigi
verður séð fyiir, hvað útflutningurinn vex mikið. Fari
verðiaunin þá fram yfir áætlun, er það eingöngu vegna
þess, að búin hafa eflzt fram yfir vonir manna, og öll-
um ætti það að vera gleðiefni, því að treysta ætti því
að smjörbú vor verði yfirleitt stofnuð og rekin arðvæn-
lega, og þá um leið til gagns fyrir alla þjóðina.
Niðurfærsla verðlaunanna er mikil frá þvi sem hún