Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 113
109
reyndist síðastliðið ár. Eftir frumvarpi þessu eru það 5
aurar á pundið, upp og ofan, og hefði þá 1904 verið 11,000
kr. í stað 18,000.
Vér höldum þá verðlaunastiganum, sem nú er: 10,
5 og 0, haun er svo brotalaus. Það mætti taka upp
þetta lag, sem hér er haldið fram, og hafa fleiri flokk-
ana með ýmsu móti og veita 5 aura verðlaun að með-
altali á pundið, eða minka það eða auka, en uppörvunin
er meiri að vanda smjörgerðina þegar betur sker úr.
Vér teljum það ekkert ísjárvert þó að þriðjungur
smjörsins verði verðlaunalaus. Þykir annarstaðar gott
að 2 fái verðlaun af hverjum 3. Vér kviðum því ekki
að verðlaunasyn.iunin þurfi sérstaklega að lenda á nýju
búunum sem upp koma. Þau byrja með þekkingu og
reynslu hinna, og þetta er aðhald að vanda sem bezt til
stofnunarinnar. Allar líkur eru og til þess að sá þriðji
hluti smjörsins, sem engin verðlann fær, skiftist, meira
og minna rnilli búanna, vegna þess að smjörgæðin ein
ráða eigi uni verðlaunin, heldur fer það líka eftir því á
hvaða tíma er selt. Árið sem leið voru það ekki nema
2 smjörbú af 19 á Suðurlandi, sem eingöngu hlutu hæn-i
verðlaun og 12 lentu með eitthvað af smjöri sínu fyrir
neðan verðlaunamarkið.
Þá leggjum vér mikla áherzlu á það að verðlaunin
séu veitt smjörbúunum einum, og það samvinnu-smjör-
búum.
Þegar landbúnaðarmálanefnd neðri deildar bar fram
verðlaunafrumvarpið á þinginu 1903, var það skilyrði
sett fyi ir verðlaununum, að smjörið væri búið til á smjör-
búi. sem forstaða væri veitt af manni, er kynni til smjör-
gerðar fyrir erlendan markað. Hvorugt ákvæðið gekk
þá fram; þótti hið síðara nokkuð óákveðið, og hitt of
þröngt að hinda verðlaunin eingöngu við búin.
Síðan hefir smjörbúum íjölgað töluvert og þau heimili
orðið færri, sem fær eru um smjörgerð fyrir erlendan
markað, en hafa ekki kost á samvinnu sinjörgerð á búi,