Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 114
110
og fer þeim fækkandi með hverju ári. Eftir skýrslum
um verðlaunaúthlutun síðastliðin 2 ár er ekki teljandi
útflutningur frá einstökum mönnum, nema frá einum
stað á Norðurlandi, en þar liggur einmitt sérstaklega vel
við að stofna smjörbú, og kæmi það þá tafarlaust upp í
þeirri bygð. Nokkur heimili verða auðvitað eftir nú um
sinn, sem ekki ná til smjörbúa, en hafa það land, að
hagsýni er fyrir þau að stunda smjörgerðina sérstaklega,
en þau verða eigi fleiri en það og verka eigi meira smjör
en það, að þau hafa alveg jafngóðan markað í landinu
sjálfu fyrir sínar þúsundir punda af góðu smjöri, þegar
smjörbúin senda alt smjörið út í hundruðum þúsunda.
Það er því misskiiningur að 'nér sé um nokkurn ójöfn-
uð að ræða.
í annan stað sýnir löggjafarvaldið með því að binda
verðlaunin eingöngu við smjörbúin, vegna þeirra sérstöku
tækja og þeirrar sérþekkingar, sem þau hafa til smjör-
gerðar, að það gerir sitt til þess að álit smjörsins spill-
ist eigi á eriendum markaði.
Mestu varðar þó um það, að lögin hata alt annan
blæ, þegar verðlaunin eru bundin við búin ein. Fjárveiting-
arvaldið gæti t. d. með engu móti verðlaunað hvert flskpund
eða tvo hluti af útfluttum fiski úr landinu, en hitt getur
maður mjög vel hugsað sér, að uppörvunarverðlaun i ein-
hverri mynd \æru veitt um lengri eða skemri tíma ti)
samvinnii-félag&skapar meðal sjómanna til þess að auka
og bæta þá vöru.
Ö)1 vor smjörbú eru samvinnu- og sameiguarbú. Við
samvinnu-fyrirtækin lifir enginn á annars sveit.a. Vér,
sem erum svo fátækir og strjálir, þurfum ogöliumþjóð-
um fremur að læra samvinnulistina til að bjarga oss.
Nú er myridarlega farið af stað hjá smjörbúunum, og
það á löggjafarvaldið að meta við þau, og láta þaðjafn-
framt koma fiam í orðum laganna, að það er samvinnu-
félagsskapurinn, sem það styrkir og uppörvar.
Mjög svo verulegt atriði er það, að ný lagasetning