Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 115
111
í þessari grein nái eigi lengra en yfir næsta ijárhags-
tímabiL Þar hefir vakað fyrir oss, hvað lagasetning er
örðug í þessu efni, þó ekki væri vegna annars en þess,
hvaða stökk útflutningurinn kann að taka. En svo á
þetta að vera lika bending um það, að verðlaunin eigi
innan langs tíma að hverfa úr sögunni.
Yér göngum að því vísu, að smjörverðlaunalög,
samþykt á þinginn 1905 fyrir fjárhagstímabilið, sem í
hönd fer, yrðu eigi síðustu lög um það efni. Vér treyst-
um því að verðlaununum verði haldið í einhverri mynd,
meðan þörfin er til þess að koma þessari samvinnu smjör-
gerð yfir alt landið, þar sem kringumstæður eru til þess
að hún beri sig, og eigi verði fyr skilist við, en smjör-
gerð vor fyrir erlendan markað stendur föstum fótum,
sem ein helzta máttarstoðin undir velmegun landsins.
Áður en vér víkjum að hinum einstöku greinum
tii frekari skýiingar á nokkrum atriðum, skulum vér
geta þess, að til tais kom að fara fram á það, að búin
fengju 5 aura á hvert pund, sem þau seldu af sínu eigin
smjöri á erlendum markaði, og slept væri öllum skil-
yrðum um söluverðið. Það hefir þann kost að vera
mjög einfalt, og svo mætti og benda á það að þessi
mismunandi verðlaun eru tiðum eigi annað en verðlaun
fyrir heppnina að hitta á markaðinn, þegar munurinn á
úýra smjörinu og ódýra er eigi mjög mikiil.
Þó að slík greiðsla á hvert smjörpund frá búunum
hafi sörnu útgjöld í för með sér og frumvarp vortmundi
hafa — því að búin verða að seija smjör sitt út úr land-
hiu, þó að áhættan yxi að fara á mis við öll verðlaun, —
°g þó að aðalstefnunni i frumvarpi voru væri haldið með
s)ikum jöfnuði, þeirri, að hlynna sem bezt að sanivinnu-
félagsskap búanna, þá teljum vér samt betur fara á því að
halda stigmun verðlaunanna, enda er það nær lögunum
Sem nú eru. Gæði smjörsins ráða og töluverðu um
v®i'ðlaunin, að minsta kosti nær verulega vont og skemt
smjör þeim ekki. Og svo er mismunur á verðlaununum