Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 116
112
merki þess, að vór viljum eigi vera vonlausir um það,
að keppa megi fram t.il betra verðs fyrir smjör vort.
Flesta örðugleikana má yflrstíga nema fjariægðina, og
nokkuð má úr henni bæta.
Um 1. gr.
Smjörbú teljum vér betra heiti en rjómabú. Við
smjörið má eigi síður kenna mjólkurbú, þótt upp kunni
að koma.
í lögunum 1899 og 1903 var ákvæði um að ininst
mætli flytja út i einu lagi til sölu, til þess að verðlaun
veittust. 300 pd. Það ákvæði er óþarft., er verðlaunin
ná til búanna einna, en í stöku tilfellum getur verið
óþægindi að því, er svo stendur á flutningum.
Verulegra en þessi úrfelling mun það þykja að taka
upp ákvæðið, að búið hafl að minsta kost.i verkað og
selt erlendis 5000 pund um árið.
Þetta ákvæði hefði árið sem leið felt frá verðlaun-
um ein 2 bú, að því er vér réttast vitum, en þau bú
auka það framleiðslu sína, að þau nái þeim útflutningi,
ef eigi þetta ár, þá hið næsta. Meðaltalið á útfluttu
smjöri frá búi hverju er hátt upp í 10,000 pd. Ákvæðið
bakar því engu búi, sem nú er, nein óþægindi, og það
er eigi heldur sett vegna þeirra, heldur hinna sem upp
koma. Ákvæðið er einmitt þýðingarmikil bending til
manna, að hleypa sér ekki í smjörbússtofnun, með fram
vegna verðlaunavonarinnar, nema full skilriki séu fyrir
því, að framleiðslan verði áreiðanlega þetta. Forsjá þarf
með kappinu í þeirn grein sem annari. Það eru litlar
líkur til að bú með dýrum útbúnaði geti borið sig. ef
það framleiðir eigi yflr 5000 pund.
Það ákvæði að verðlaunin veitist eigi, nema kunn-
andi maður til verksins veiti búinu forstöðu, álíturn vér
þá óþarft í lögunum. Svo mikilli smjörgerð, eins og
hór er gert ráð fyrir, sleppa menn eigi í hendur öðrum
en þeim, er kunna með að fara fyrir erlendan markað.