Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 119
115
og skaðleg, og flutningsmaður frumvarpsins á þinginu
1894 taldi nýbýli yfir höfuð skaðleg, af því að afróttar-
lönd væru helzt til litil, en heimalöndin aftur ekki svo
yrkt sem skyldi og mætti.
Frá þingmannabekkjunum komu fram efasemdir um
það, hvort þörf væri á að setja nokkur lagaákvæði í stað
tilskipunarinnar, og sömuleiðis þótti vafl leika á því,
hvort þær væru til þessar „ejðijarðir og önnur óbygð lönd
er enginn getur sannað sína eign“, og landshöfðingi taldi
það næst sínu skapi að afnema tilskipunina alveg og
setja eigi neitt í staðinn.
Þessi ungu lög eru bersýnilega svo til komin, að
menn hafa eigi kunnað við eða komiö því fyrir sig, að
kippa burt gömlum lögum, sem mein var að, án þess
að setja þá í staðinn einhver ný ákvæði um sama efni;
og þá var gengið svo frá lögunum að þau væru alveg
meinlaus og gagnslaus, enda sýnt sig að enginn hefir
borið við að nota þau. Þetta sést Ijóslega af þingtíðind-
unum. Það er engum ant um það að fá þessi nýju lög
til annars en þess eins, að rýma hinum eldri burt.
Þegar nefndin kemur nú með frumvarp um að nema
úr gildi nýbýlalögin, þá leysir hún þó eigi af hendi nema
að nokkru leyti það verk, sem hún hafði ætlað sér.
Á undirbúningsfundum nefndarinnará Akureyri síðast-
liðið sumar voru rædd og athuguð lögin um þurrabúðar-
menn 12. jan. 1888 og lögin um nýbýli í sambandi við
það, hver þörf væri á því og hver vegur mundi vera til
þess að löggjafarvaldið styddi að því, að smábýlum fjölg-
aði til sveita, og það i sjálfseign, til atvinnubótar fyrir
almenning, og til aukinnar ræktunar á landinu.
Nefndin hafði þá hugsað sér að reyna að undirbúa
lagasetning um það, hvernig mætti uppörva menn til
upptöku slíkra smábýla, og kveða þar á um greining
þeirra frá jörðum, og eins um það hverra ’hlunninda eða
hvers léttis í opinberum gjöldum slíkir „landnámsmenn"