Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 121
117
laga komui' sú skoðun fram, að um nýbýli verði ein-
göngu að ræða í bygð, en þæi vonir og hugsjónir sem
nienn nú hafa um ræktun lanúsins voru auðvitað ekki
koninar þá. Þingnefndin 1881 álítur, að stofnun nýbýla eigi
að vera komin undir samningi við landeiganda, og verður
Það eflaust almennast og farsælast, en til er þó i lög-
um annara þjóða, að héraðavöld geta, þar sem svo og
svo hagar, skyldað landeigendur til að láta af hendi land
ti) upptöku slíkra smábýla, gegn fullu endurgjaldi.
í þessu sambandi vill nefndin benda á 2 athugaverðar
°g skýrandi greinar um þetta mál, eftir séra Magnús Bl.
Jónsson í Vallanesi, um ræktun landsins og leiguábúðina,
þar sem haldið er fram þörfinni á sundurskifting jarða,
til aukinnar ræktunar. Þar er sú tillaga borin fram, að
begar jörð hækkar í virðingu fyrir umbætur leiguliða,
Þá sé landeiganda heimiit að kjósa um, hvort hann vill
borga ábúanda út virðingarverð umbótarinnar, eða ábú-
andinn fái útskiftan hluta úr jörðinni, semi umbótinni
nemur. („Bjarki“ 2. apr. og 7. maí 1903).
Það hefir hingað til verið ein traustasta trúarsetning
islenzks landbúnaðar, að sundurskifting jarða væri hið
mesta niðurdrep, sem er skiljanlegt eftir vorum búnaðar-,
háttum hingað til. Engin skyndileg bylting getur þar átt
sér stað, en þó treystum vér þvi, að nú sé að koma
nokkur stefnubreyting í því efni, og verður löggjöfin að
hafa valcandi auga á henni.
Um hlunnindi slíkra landtökumanna fer auðvitað eftir
því, hvað mikið þykir varið í að fá slík býli.
Nefndin hefir kynt sér hið rækilega áliL frá landbún-
aðarnefndinni dönsku, sem undirbjó lögin um lánin úr
ríkissjóði til grasbýlismanna í Danmörku (Betænkning
angaaonde Tilvejebringelse af Jordlodder for Landarbejdere,
Kh. 1896), og má nokkuð fræðast um þau lög í Búnaðar-
ritinu 1900.
Það álit sýnir glöggJega, hve mikið þjóðunum þykir
varið í það, að fjölga slíkum heimilum til sveitanna.