Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 124
120
Á Þýzkalandi er vagga búfræðinnar. Þar ris upp
sú alda til aukinnar þekkingar á búnaðarmálum, sem
skjótt breiddist út til ýmsra af löndum Norðurálfunnar.
Rétt eftir aldamótin 1800 kemur þar maður til sögunn-
ar, er Albrecht Thaer hét, og tekur að rita um búnað.
Hann hafði kynt sér enskan landbúnað og bygði að nokkru
ieyti áþví. Á öndverðri 18. öld 'nafði enskur maður, Jethro
Tull, komið með þá kenningu, að jurtimar nærðust af ör-
smáum moldögnum, en notkun djúpgengra jarðyrkjuverk-
færa og raðsáning bygðist á þeirri skoðun og var hvort-
tveggja mikilvæg endurbót. Þessa skoðun uni næringu
jurtanna tók Thaer upp, en jók hana og breytti í ýmsu.
Kjarninn 1 kenningu Thaers var sá, að jörðin væri gædd
Kfkrafti, sem fólginn væri í moldinni. Jurtirnar sagði
hann að nærðust af mold og áburður hefði þýðingu a&
eins af því, að hann breyttist í örsmáar moldagnir, þeg-
ar hann fúnaði. Hann sagði og að jurtirnar eyddu
mismiklu af mold, eg eftir því skifti hann þeim í flokka.
og réði til að rækta á sama staðnum ýmist þær spar-
neytnu eða þurftarfreku. Með þessu innleiddist skiftirækt.
(Vexelbrug). En þar eð rótvextir og ýmsar fóðurjurtir
(smári) töldust til sparneytnu jurtanna, þá óx ræktun
þeirra mjög mikið. Afleiðingin af þessu varð betri með-
ferð húsdýranna og meiri afurðir af þeim, meiri og betri
áburður en áður og því líka betri uppskera af jörðinni..
Og þó skoðun þessi á jurtanærandi gildi moldarinnar haft
síðan reynzt skökk, þá leiddi þó mikilvægar framfarir af
henni. Hún hélt og mestpart gildi sínu fram að 1840r
en þá var henni hrundið.
Árið 1840 kom út bók, eftir hinn fræga efnafræð-
ing Justus v. Liebig prófessor í Giessen, um notkun efna-
fræðinnar fyrir jarðyrkju og líffræði1) í þeirri bók rífur
Liebig niður þá skoðun, að mold sje jurtanæring en skýr-
j.r þar frá næringu þeirra á þann liátt, sem síðar lieíir
‘) Die Chomie in ihrer Amvendung auf Agricultur und
Physiologie.
j