Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 125
121
reynzt rétt vera í öllum aðalatriðum. Hann lagði á-
herzlu á það, að bændur yrðu að sjá um að steineína-
forðinn, af þeim efnum, sem hann tilgreindi að jurtirnar
oærðust af, færi eigi þverrandi í jörðinni. Brennanleg-
efni jurtanna sagði hann væri bygð af kolsýru lofts-
ins1) og ammóniaki eða saltpéturssýru, en af þessum
sarnböndum væri nægð í loftinu og í áburðinum. Sýndi
bann fram á, að bændur tækju svo mikið burt af stein-
efnum jarðvegsins, og seldu i burt í korni og öðrum af-
Urðum, að það væri versta ránrækt, sem þeir viðhefðu.
Það sló ótta að mönnum við þessa kenningu Liebigs,
sem kom yflr þá jafn óvart og eldingu lýstur niður.
Margir af eldri mönnum voru í fyrstu honum inót.fallnir,
en yngri mennirnir aðhyltust hann.
Nú fóru vísindamenn víðsvegar að rannsaka nær-
ingareðli jurta og dýra og hver Dýungin og endurbótin
rak aðra. Frakklendingurinn Boussingault sannaði að
f-ullu, árið 1845, að jurtirnar nærðust af kolsýru úr loft-
inu. Englendingurinn John Bennet Lawes, sem frá því
1834 hafði fengist við tilraunir með áburðarefni o. fl. á
eignarjörð sinni Rothampsted í Hertfordshire, og á árun-
hm 1837—41 fundið að súperfosfat af beinmjöli var
hetra til áburðar en ótilreitt beinmjöl, fann af rannsókn-
hm, er hann ásamt öðrum manni gerði eftir 1840, að
hauðsynlegt var að færa jörðinni ammoniak í áburðin-
hm og Liebig hefði þar haft á röngu að standa, að þetta
efni þyrfti ekki að sjá um í áburðinum.
Alt fram að 1850 fóru þessar og aðrar líkar tilraun-
if fram hjá einstökum mönnum og á kostnað þeirra, en
eftir það var farið að koma á fót tilraunastöðvum með al-
hiennings fé. Fyrsta tilraunastöðin, sem á fót komst,
var stofnsett árið 1851 á Möchern í Þýzkalandi. Innan
1) Þvi liafði áður verið hreyft af Theodorc de Saussure,
8v'ssneskum manni, að jurtirnar nærðust af kolsýru loftsins, en.
Mllsannað var það ekki fyr en 1845,