Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 127
123
hafi leitt af kenningum Thaers. Þetta átti sór stað á
Þýzkalandi fyrst og fremst, en þaðan breiddist það von
bráðara út til annara landa. Að þeirri útbreiðslu stuðl-
aði sérstaklega búnaðarskóli sá, er Thaer stýrði. Þann
skóla stofnaði hann árið 1806 á jörðinni Möglin í Mark
•Brandenburg. Vegna álits þess, sem rit hans höfðu aflað
honum meðal landa hans, þótti hann sjálfkjörinn til að
stofna búnaðarskóla og jörðina fékk hann með rnjög góð-
um kjörum, til skólastofnunarinnar. — Þetta var fyrsti
lúnaðarskóli í Norðurálfunni. Hann fékk brátt á sig
svo gott álit, að þangað sótti fjöldi manna, eigi að eins
af Þjóðverjum, heldur og mehn úr ýmsum löndum öðr-
um. Árið 1809 voru lærisveinar skólans þannig 160 að
'tölu. Thaer stjórnaði skólanum rneðan honum entist líf
til, eða til 1828. Eftir hans dag stýrði sonur hans skól-
anum fyrst um sinn. Skólinn á Möglin hélt áfram til
1861, en þá var hann lagður niður. Kenslan við skól-
ann á Möglin var bæði verkleg og bókleg. Eftir því fyr-
irkomulagi voru fyrstu búnaðarskólar annara þjóða lag-
aðir, sem höfðu skólann á Möglin að fyrirmynd. Þegar
tímar liðu fram og búnaðarskólar voru stofnaðir áNorð-
urlöndum, var því fyrirkomulagið sama og á Möglin, og
enn eru margir af búnaðarskólunum á Norðurlöndum
með þessu sniði. Að þessum skólum skal nú vikið nokk-
uð nánar. En það skal tekið fram, að það verður að
eins stuttlega drepið á nokkur helztu atriðin, svo að
hægt sé að átta sig á stefnum búnaðarskólamálsins í
heild sinni og þvi, hverníg búnaðarnáminu þykir bezt
borgið nú. Til annars meiia er rúm það of-takmarkað,
sem ritgeið þessari er ætlað. —
I Danmörku komust búnaðarskólar eigi á fót fyr en
kemur fram um 1830. Fyrsti skólinn var stofnaður af
stjórninni á Mörupgaard við Sorö, en hann stóð að eins
skammann tíma og lagðist niðuv vegna ónógrar aðsókn-
ur. Sá skóli var bæði verklegur og bóklegur skóli, og
L