Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 129
125
stofnaður 1903. Til þess skóla lánaði ríkissjóður 60 þús.
kr. í stofnfé gegn l8/4 °/0 vöxtum og % % afborgun á
missiri hverju. Stofnféð skyldi og aukið með öðru fé
■upp í 75 þús. kr.
Hinir skólarnir bera vanalega lýðskólanafn, af því að
’búnaðarfræðslunni er ætlaður minni tími en lýðskóla-
fræðsiunni. En til þess að búfræðiskenslan teljist að
nokkru, þá má hún ekki vera minni en svo, að til henn-
ar gangi 60 kenslustundir eða þar yfir á 5 mánaða
skólatíma. I.ýðskólar með þannig lagaðri búnaðarfræðslu
•eru nær 30 að tölu.
Lægri búnaðarskólarnir eru ýmist eign einstakra
manna eða félaga, en styrktir eru þeir af landsfé. Þó að
l>essir skólar sóu bóklegir að eins, þá er þó við hvern
skóla eitthvað af yrktu landi. Sumstaðar er bú rekið á
skólasetrinu í sambandi við skólann, en á öðrum stöð-
um er yrkta iandið tilraunasvæði, sem skólinn hefir yfir-
ráð yfir. Með þessu móti er hægt að benda nemendum
á, ýmislegt það í verkinu, sem talað er um við þá í
kenslustundunum.
Námstiminn við búnaðarskóiana er oftast 6 mánuðir.
Sami skólinn hefir og stundum tvennan námstima, ann-
an styttri en hinn lengri. Styttri tíminn er þá gjarna
•6 mánuðir, en sá lengri 9 mánuðir. Yegna þess, hve
námstíminn er stuttur, þá er ætlast til að þeir, sem
skólana sækja, séu vel undirbúnir bæði verklega og bók-
lega, og að þeir séu fullþroska menn og vanir vinnu og
hafi verið á lýðskóla. Þessu er þó eigi fylgt alstaðar.
HeJztir af þessum skólum eru taldir skólarnir: Dal-
nm á Fjóni, Ladelund við Brörup á Jótlandi sunnanverðu,
Lyngby og Tune báðir á Sjálandi eigi lángt frá Kaup-
mannahöfn. Skólinn á Dalum er stcfnaðar 1886, skóiinn
á Ladelund 1879, í Lyngby 1867, en á Tune 1871. Þar
var áður lýðskóli frá 1867.
Nemendur búnaðarskóianna veða að borga bæði
kenslu og fæði. Er borgun sú, er þeir greiða alls nær