Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 134
130
jafn, en yfiiieitt fer nemendum fjöigandi. Á mörg-
um stöðum eru nemendur frá 10—30, en þó sum-
staðar fleiri. Fer þetta eftir stærð skólasetursins, áliti
skóians, fjárframlagi til hans o. s. frv. Einstöku skólar
fá eigi nema 6 — 7 þús. kr. á ári en flestir hafa, 10—20
þús. kr. á ári hverju.
Til þess að sýna nánar, hvernig fyrirkomulaginu
er háttað við verklegu og bóklegu -skólana, skal hér farið
nokkrum orðum um amtsskólann í Kristiánsamti og fyrir-
komulag hans, eins og það var veturinn 1902— ’03.
Skóli þessi er skamt norður frá Litla-Hamri á jörð
sem heitir Houve. Þar hefir hann verið frá því 1896.
Skólajörðin er stór jörð, en meginhluti landsins er skóg-
ur, eða ca. 5 þús. mál.1 Byggingar skólans eru nýiegar
og rúmgóðar og höfðu kostað um 70 þús. kr. Vetur-
inn 1903 voru þar 33 kýr mjólkandi og nokkur geld-
neyti, svo að nautgripir voru alls um 40, 5 hestar og á
milli 10 og 20 svín. Sauðfé var þar ekkert.
Námstíminn við skólann er 3 missiri, Fyrst eru
nemendur 1 ár við skólann frá vori til vors, en síðan
næsta vetur. Sumar það sem á milli er, fara þeir ann-
aðhvort heim til sín, eða þeir ráða sig til vinnu annar-
staðar. Bókleg kensla er engin yfir sumarið, sem nem-
endur eru við skólann. Yfir veturinn vinna þeir og úti-
vinnu 4 stundir á degi liverjum, eða frá kl. 7—11 f. m.
Bóklega kenslan er 3 stundir á dag, eða frá kl. 12 m.
d. til 3 e. m. Kvöldið er haft til lesturs. í lok síðari
vetrarins er burtfararpróf haldið.
Þennan vetur voru nemendur skólans 56 alls, en 12
af þeim bjuggu utanskóla og gengu til skólans í bók-
námsstundirnar. Kenslu fengu þeir borgunarlaust, en
húsnæði, fæði og þjónustu urðu þeir að kaupa þar í
grendinni. Hinir nemendurnir höfðu húsnæði, fæði og
þjónustu á skólanum, en yfir skólatimann (3 missiri)
borgar hver nemandi með sér 100 kr. Alt að 20 nem-
1) 1 mál lands ■= 2500 □ álnir.