Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 136
132
Þegar nemandi ræður sig á skólann til fullkomins
náms, þá er vanalega íyrirkomulagið þetta:
1. Verknám hjá góðum bónda frá hausti til hausts
(árlangt). í kaup borgar skólinn nemandanum yflr árið
120 kr., en þó dragast af því 30 kr., sem nemandi verð-
ur að borga til skólans fyrir ráðningu og umsjón með
náminu.
2. Bóknám frá hausti til vors. Kenslu fá þeir ó-
keypis, sem leyst hafa vel af hendi verknámið á liðna
árinu og hæst kaup hefir þess vegna fengist fyrir hjá bænd-
um. Hæst kaup, sem skólinn fær hjá bændum yfir árið,
er 120 kr., ef nemandinn reynist vel, en 80 kr. yfir
sumarið.
3. Verknám yfir sumarið hjá bændum, en undir um-
sjón skólans. Fyrir það sumar borgar skólinn í kaup
80 kr.
4. Bóknám frá hausti til vors og ókepis kensla fyr-
ir þá, sem skólinn fær 80 kr. kaup fyrir hjá bændum.
Þeir nemendur, sem að eins taka bóklega hlutann
verða að borga fyrir kenslu: fyrri veturinn 150 kr. en
síðari veturinn 30 kr. Sá, sem að eins tekur verknám
fyrir, undir umsjón skólans, þarf að eins að borga 30 kr.
fyrir ráðr.ingu og tilsjón.
Við skólann er próf haldið í lok námstímans. Fyrir
verknám fær enginn nemandi vitnisburð, nema hann hafi
stundað það fullan ákveðinn tíma.
Þessi skóli átti erfitt uppdráttar í fyrstu. Menn voru
mótfallnir stefnu skólans og töldu ólíklegt að nemendur
gætu fengið kenslu í verknaði hjá bændum, sem væri
að gagni. En reynzlan hefir smámsaman sannað, að
þannig lagað verknám er happadrjúgt, og álitið hefir
því breyzt.
í byrjun var sárlítil aðsókn að skólanum. Fyrsta
árið voru að eins 4 nemendur, en ár eftir ár jókst tala
þeirra, svo að þeir á 5. skólaárinu voru orðnir 44, og
síðan hafa verið 40—50 nemendur við skólann árlega.