Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 139
135
högskola). Burtfararpróf er og haldið þegar nemendur
.yflrgefa skólann. Skólavistin er dýrari í þessum skól-
um í Svíþjóð, en í samskonar skólum dönskum., TU
flæmis skal það tekið, að við búnaðarskólan Fridhem við
Svalöf á Skáni, verður hver nemandi að . borga fyrir
.kenslu og húsnæði 100 kr. yfir námstímann, og 1 kr. í
fæðispeninga fyrir hvern dag. Þó hafa þessir skólar mjög
ríflegan styrk af opinberu fé.
Hvað verknámið snertir, þá er því fyrir komið á
þann hátt, að skólarnir koma neinendum er þess óska,
fyrir hjá bændum til verknáms. Það er og að jafnaði
■skilyrði fyrir inntöku, að nemandinn sé alvanur öllurn
vanalegum bústörfum og fullþroska maður.
Árið 1901 voru 24 búnaðarskólar , í Finnlandi. .Af
þessum skólum eru tveir yflrskólar: Mustiala landbúnað-
arháskóli, og Kronoborgs hærri jarðyrkjuskóli. Af lægri
skólum eru 20, sem hafa tveggja ára námstíma, en við
.t,vo skóla er námstíminn 1 ár. Allir eru skólar þessir
Þæði verklegir og bóklegir skólar, og fylgja þannig eldri
námsstefnunni. Á öllum búnaðarskólum Finnlands var
nemendatalan 524, árið 1901, en á einstökum skólum
frá 6 og upp að 40. Flestir skólarnir höfðu 12—25
nemendur. Af landsfé hafa flestir skólarnir árlega um 8000
tír., en sumir þó meira. —
Af því, sem nú heflr sagt verið, má sjá, að skól-
nm til búnaðarnáms hefir fjölgað á Norðurlöndum síð-
nstu ártugi, og að þeim haldið áfram að fjölga. Skól-
"unum er og dreift svo að segja út um héruðin, mittinn
á meðal bændanna, til þess að laða þá að skólunum, og
kenna þeim að meta fræðslu þá, er þeir veita. Til þess
að fjölga þessum skólum, og gera þá sem bezt úr garði,
feggja þjóðirnar á sig æ meiri og meiri gjöld, og þeim
finst það borga sig mæta vel. Því er það, að síðari og
allra siðustu árin, hefir verið reynt að dreífa búnaðar-
fræðslunni út enn meir, en fastir skólar með löngum
námstíma geta gert. Eitt af því, sem gert hefir verið