Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 140
136
í þessu, eru stutt kenslu og samræðu tímabil, sem kom-
ið hefir verið á fyrir bændur við ýmsa búnaðarákóla t. d.
í Danmörku, og notið mikillar hylli hjá almenningi.
í sömu átt fer hreyfing, sem farið er að brydda á
í Noregi og farandskóla má nefna. Bændur koma saman
til dvalar nokkia daga á einhverjum stað í sveit sinni.
til þess að ræða um búnað og bera saman reynzlu sína.
Á sama staðinn kemur og einn eða fleiri búfróðir menn,
sem starfa fyrir almenning, t. d. amtsbúfræðingurinn i
amti því, sem í hlut á. Dvelur hann á staðnum jafn-
lengi bændunum, heldur fyrirlestra um einstöku atriði í
búnaði, og tekur þátt í samræðufundum þeirra. Að þess-
um tíma loknum, þegar bændur fara heim til sín, fer
hann í aðra sveit, þar sem bændur sveitarinnar hafa
safnast sainan í sama tilgangi.
Aðsókn að farandskólunum er stundum mjög mikil.
Má sem dæmi þess nefna, að 200 bændur voru í senn
við einn slíkan skóla í Björgvin í janúarmánuði síðast-
liðnum. í ræðu þeirri, sem formaður skólans hélt í
skólalokin, kemst hann svo að orði um bókfræðsluna
(Flori): „Mer skjátlast tæplega, þó jeg álíti, að nokkrir
þeirra, sem hingað hafa komið, hafi álitið bókfræðsluna
lítilsverða fyrir verknað bóndans. Mór skjátlast tæplega
heldur í því, að þeir yfirgefi skólann með þeirri tilfinn-
ingu, að það, sem þeim hafi verið skýrt frá, sé árangur-
inn af margítrekaðri reynzlu, og alt annað en það, sem
þeir áður álitu liggja dulið undir orðinu bókfræðsla. Þeir
hafa fengið réttan skilning á hvað orðið bókfræðsla þýðir.
Það þýðir ekki annað en margfalda verkreynzlu, sem
skipað er niður til yfirlits“.
Enn má nefna það, að á Norðurlöndum er miki&
stuðlað til þess nú á tímum, að fyrirlestrar séu haldnir
um búnaðarmál á fundum, þar sem bændur koma sam-
an í sveitum. í Danmörku er það mjög títt, að kennar-
ar búnaðarskólanna halda fyrirlestra við slík tækifæri, en
af því stafar, að fróðleikur í búnaðarefnum breiðist út